16.7.2008 | 19:29
Dýrðarinnar krásir
Guðdómulegur matseðill hefur litið dagsins ljós í Einarhúsi. Þar gefur að líta unaðslega krásir af öllu tagi. Himnesk sjávarréttasúpa af fengsælum fiskimiðum í Djúpinu þykir lostæti og saltfiskréttur hússins með guðdómlegri sósu sæfarans er einnig vinsæl. Súkkulaðikaka Þjóðólfs og Eplakaka Völusteins renna einnig ljúft niður kverkar og Gulrótarkaka Þuríðar Sundafyllis þykir einnig sú albesta kaka sem um getur. Vöfflur vinnukonunnar þykja einnig ljúfar og góðar líkt og Jógúrtterta Vertsins í Víkinni. Með þessu er hægt að drekka uppáhaldssúkkulaði Einars útgerðarmanns eða pottþétt expressó Péturs. Betu kaffi er einnig sjóðheitt á könnunni auk gómsætra hamborgara Guðnýjar Péturskonu.
Ég myndi telja heppilegt að koma og kíka á herlegheitin sem bíða eftir að verða hantéruð ykkur til handa.
Matseðillinn liggur frammi í Einarshúsi
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 00:10
Ekkert lát á glaum og gleði
Ekkert lát virðist vera á glaum og gleði í Einarshúsi því nú ætlar Benni Sig að mæta í öllu sínu veldi á föstudagskvöldið. Það er hægt að lofa geysimiklu geymi þetta kvöld því Benni svíkur aldrei. Hann mun hafa með sér einvalalið tónlistarmanna og er það enginn annar en Magnús Már Jakobsson, sá margfrægi sundþjálfari af Suðurnesjunum, sem leikur á bongó trommur með Benna. Guðmundur Þórarins verður varla langt undan og ætlar hann án efa að syngja undir bláhimni þegar líða tekur á kvöldið. Hver veit nema Vertinn leiki á skeiðar og einhverjir aðrir útvaldir á sög. Banjó og mandólín verða þó trúlega langt undan og súludansmeyjarnar í órafjarlægð þetta kvöld. Tilboð mun þó verða á kolamolum úr gömlu kolageymslunni fram eftir kvöldi sem ylja innvortis og ætla Elsa og Þórunn að sjá til þess að engum skorti hvorki eitt né neitt um kvöldið.
Laugardagskvöldið er óráðið en annað hús en Einarshús kallar á Vertinn háróma. Edinborgarhúsið bíður upp á hörkuhljómsveit sem bíður upp á brjáluð og dillandi danslög og hugurinn er kominn hálfa leið út á dansgólf.
Ætli slagbrandurinn verði ekki bara settur fyrir Kjallaradyrnar á laugardagskvöldið??
Trúlega er þó best að bera það upp til atkvæða
Einhverjir á móti???
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 16. júlí 2008
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm