Humátt

Lognið fer frekar hratt yfir þessa stundina og það faldar í ef litið er inn Ísafjarðardjúp. Flugvélin sem ætlar að ferja fólkið mitt vestur er væntanleg upp úr miðjum degi og fyrst munu tengdaforeldrarnir og stóri bróðir minn lenda á Ísafjarðarflugvelli og húsbóndinn og hundur hans koma svo í kjölfarið. Mér sýnist við fyrstu sýn sem vindurinn komi úr þeirri átt sem líklegust þykir til lendinga hér vestra, en annars er ég ekki veðurglögg manneskja en tel þó nokkuð öruggt að áttin komi úr humátt sem er trúlega hin eina og rétta átt. Ekki hef ég þó haft mikinn tíma til að spá í garnir eða annan innmat til að sjá fyrir um veðurfar helgarinnar en hef lagt inn beiðni hjá skapara himins og jarðar um gott veður á hvítasunnudag þegar Liljan mín fermist.

Ekki það að auðvitað hef ég rýnt í veðurkort og séð að hæðir og lægðir liggja sitt á hvað og í kross eftir því hvort landakortið snýr upp eða niður og stundum virðast þær dreifa sér í eintóma hringi sem ég hvorki skil upp né niður í.

Tel ég þó nokkuð tryggt að ef litli veðurfréttamaðurinn hefur spáð stormi um helgina vænti ég þess að það verði sól og blíða og heiður himininn blár og fallegur.

Annað nær auðvitað engri átt.


Bloggfærslur 9. maí 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband