2.5.2008 | 09:01
Ég man
Svo virðist sem örlítið sé farið að örla á minnisleysi hjá téðum Vert. Stundum hellist það yfir fyrirvaralaust að það sem á ekki að geymast falli í gleymskunnar dá. Trúlega er bara ekki pláss fyrir allar þessar upplýsingar í geymsluhólfi heilans og þess vegna leka gagnslausar upplýsingar út og bráðnauðsynlegir óþarfa hlutir tínast í hringiðunni. Þessar smávægilegu hlutir sem endalaust þarf að muna eftir í tengslum við eitt og annað eru ótalmargir, þegar fólk hefur margt á sinni könnu, og stundum getur það verið bagalegt að gleyma því sem nauðsynlegt telst að muna í það og það skiptið. Ekki það að það háir mér ekkert sérstaklega þegar á heildina er litið en samt minnir mig að stundum hafi ég lent í hálfgerðum vandræðum með þetta ótímabæra minnistap á ögurstundum.
Ég man þó það eitt að atburðir undarfarinna vikna verða mér minnisstæðir og mig minnir að sumir hafi komið mér verulega á óvart í atburðarrásinni en ég tel nokkuð öruggt að það muni falla í gleymskunnar dá innan tíðar. Lífsins skóli er mjög lærdómsríkur og hver raun sem ekki drepur er einungis til þess fallinn að herða viðkomandi og gera hann traustari á vellinum.
Í miðri orrahríðinni var Vertinn minnt á að það þyrfti að fara í útréttingar á Ísafjörð. Allt sem vantaði í reksturinn var samviskulega skrifað niður og lagt var fyri títtnefnda að muna nú eftir miðanum svo hægt væri í eitt skipti fyrir öll að treysta því að varan kæmist heim í hús.
Auðvitað mundi Vertinn eftir að blogga þá og þegar og sérstaklega þegar efni stóðu til en lagt var upp með það, eins og ætíð, að segja fallegar fréttar af lífinu og tilverunni og sveipa heimabæinn minn og ævileiðina mína ævintýraljóma í leiðinni.
Miðinn var geymdur samviskusamlega í innkaupaferðinni og oftnefnd mundi eftir öllu sem þurfti að kaupa. Það sem gerði þó þessa ferð svo eftirminnilega voru minnistöflur sem gripnar voru með í mjólkurkælinum í Bónus sem eiga víst að hress upp á minnið hjá fólki sem aðeins er farið að gleyma bara rétt svona endrum og sinnum. Pilluglasið fór fullt tilhlökkunar í pokann tilbúið að þjóna eiganda sínum og skerpta á heilasellunum og koma í veg fyrir frekara minnistap.
Auðvitað mátti ekki gleyma því í millitíðinni að flytja jákvæðar og skemmtilegar fréttir á www.vikari.is, en hann lesa að jafnaði um 30 þúsund manns á mánuði og þar fer fram góð kynning á heimabænum mínum svo um munar. Þar fer fram jákvæð umfjöllun um Bolungarvík nánast á hverjum degi.
Þess á milli þurfti að segja sögu Einarshúss og Péturshúss fyrir ferðamenn sem gleyptu í sig hvert orð. Það vandaðist reyndar aðeins málið í gær er sagan varð að vera á framandi tungumáli en sem betur fer var góður túlkur með í för og heillandi sagan fylgið gestunum út í fyrsta maí. Saga hússins er greypt inn í hugskot Vertsins í Víkinni og hún gleymist ekki hvað sem á dynur enda er sagan hluti af heimabænum mínum og húsið er djásn Bolungarvíkur og þessi perla kynnir heimabæinn sinn með stolti og sóma og Vestfirði alla í leiðinni. Það er téður Vert sem hefur komið ein og óstudd að þeirri kynningu um sögu frumkvöðla og enginn annar, enda kynnir sú magnþrungna saga sig sjálf og rekstur hússins og allt sem þar fer fram er að mínu mati gott fyrir heimabæinn minn. Ég man ekki betur en sagan sé þokkalega velframborin fyrir gesti og gangandi af téðum Vert.
Fermingarundirbúningurinn er svo í algleymingi en allt verður klárt í tíma og ég hef engar áhyggjur af því. Ég hlakka svo sannarlega til að fá alla gestina mína hingað vestur að hlakka enn meira til að eiga með öllum stund á fermingardegi Lilju. Ég er búin að redda öllu varðandi ferminguna og er þess fullviss að ég hef engu gleymt að því sem ég átti að muna varðandi fermingarundirbúninginn.
Miðað við allt sem ég mundi eftir að setja hér niður á blað þá virðist ég muna eftir einu og öðru ekki satt ?? Ég man líka orðatiltækin "Enginn er spámaður í sínu föðurlandi" og "Nýir vendir sópa best" en líka er mér minnsstæð nauðsyn þess að líta björtum augum til framtíðar. Ég ætla líka, á meðan ég man, að halda áfram að kynna heimabæinn minn eins og frekast er kostur enda engin ástæða til annars á þessum spennandi tímum sem framundan eru í Bolungarvík.
Ég man þó ekki betur en það sé einungis eitt sem hrjái mig núna.......það eru minnistöflurnar mínar..............ég man ekki hvar ég setti þær...........ætlið þið að hjálpa mér að leita?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 2. maí 2008
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm