Nú er lag

Nú tel ég tilvalið að geta þess í tíma að Kjallarakeppnin mun byrja að vanda upp úr 22:30 á föstudagskvöldið. Mun Katrín Gunnarsdóttir spyrja fólk spjörunum úr og tel ég því lag fyrir bráðgáfaða að klæða sig upp á og mæta með skilningarvitin meðferðis. Ég tel trúlegt að greindarvísitala þeirra sem spreyta sig á spurningunum hennar Kötu þurfi að vera vel yfir meðallagi og heilasellurnar þurfa ugglaust að vera vel vakandi ef svara á spurningunum rétt og ná að hreppa kassann af guðaveigunum sem í boði er í verðalaun. Allir eru velkomnir að vanda í Kjallarann til að taka þátt í þessari litlu spurningakeppni sem hefur verið nokkuð vinsæl frá byrjun og trúlega verður kolamolinn á einhverjum afslætti framan af.

Benni Sig mun svo mæta til leiks síðar um kvöldið. Ekki er vitað með vissu hvort hann mæti einn til leiks eða hafi meðferðist annan tónlistarmann sér til halds og trausts. Ég tel amk. bráðnauðsynlegt að mæta og skemmta sér hið besta með Benna út í nóttina. Ég mæli með miklum mannfagnaði þetta kvöld og hátíð í bæ, því sumarið nálgast og engin ástæða til annars en að líta björtum augum til framtíðar.


Bloggfærslur 1. maí 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband