3.4.2008 | 23:51
Barnið og fræið
Einu sinni fyrir margt löngu síðan kom eitt barnanna minna heim úr skólanum með nokkur frækorn í skál. Plastfilmu hafði verið vafið utan um skálina til að varðveita þessi örfáu frækorn sem lágu bara í reiðileysi hvert upp við annað í skálinni. Barnið hljóp strax til móður sinnar ( mín) og sýndi henni skálina með fræjunum og andlitið var eitt sólskinsbros. Eitthvað var mamman utan við sig og hélt að þetta væru sesamfræ sem barnið hefði notað á brauðið í matreiðslunni og gleypti fræin í fljótfærni og lét sem þetta væri heimsins besti matur. Kjamsaði á þessu og lét mikla velþóknun í ljós á hversu einstaklega bragðgóð þessi fræ væru sem barnið hafði komið með heim úr skólanum.
Undrunarsvipurinn sem færðist yfir litla andlitið er þetta gekk yfir, breyttist síðar í skelfingarsvip og að lokum var þessi litli angi allur útgrátinn og sorgmæddur yfir þessari misgjörð móður sinnar.
Fræin voru þá, eftir allt saman, lítil sáðkorn fyrir paprikujurt sem barnið átti samviskulega að setja í mold og koma með í skólann daginn eftir og láta dafna til vorsins ásamt plöntum bekkjarsystkina sinna. Þegar planta var orðin að stóru tré átti barnið að fá að koma heim til mömmu sinnar með ávöxtinn af plöntunni og gefa henni að smakka afurðina.
Þessi saga, sem gerðist fyrir nokkrum árum, dúkkaði upp í kollinn á mér í dag og vakti hjá mér mikla kátínu. Hún ætti að kenna okkur það að fljótfærni borgar sig ekki alltaf. Ég átta mig þó á því að þetta hefði getað farið enn verr...............ég hefði getað gleypt barnið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 16:03
Kjallarakeppnin
Kjallarakeppnin heldur áfram á föstudagskvöldið eftir þó nokkuð hlé. Það er Sveinbjörn Rögnvaldsson sem spyr gesti og gangandi. Hann er víst nokkuð vel gefinn strákurinn og veit víst eitt og annað. Verðlaunin eru í fljótandi formi og renna ljúft niður kverkar þeirra sem þykir mjöðurinn góður og kunna með hann að fara. Ætli kolamolinn verði ekki á spottprís til að byrja með um kvöldið og opið verður fram á nóttina eða eins og stemningin segir til um.
Þeir sem hafa áhuga á að verða spyrlar í keppninni eru vinsamlega beðnir að hafa samband jafnt og þétt við Vertinn í Víkinni sem mun útdeila hlutverkum eftir hentugleika og hentisemi. Starfssviðið er stóra sviðið í Kjallaranum og eru hæfniskröfur þær að viðkomandi sé skýrmæltur, þokkalegur til fara og tali staðgóða íslensku og geti gert sig skiljanlegan á mæltu máli. Ekki er mælt gegn því neitt sérstaklega að viðkomandi spyrji nokkuð gáfulegra spurninga en helst er ætlast til þess að þær séu ekki of léttar og ekki of þungar, heldur rétt mátulegar fyrir meðalgáfaða einstaklinga að svara. Launin eru skv. kjarasamningi almennra húsmæðra í samfélaginu, sem sagt frítt húsnæði, frítt að drekka til að byrja með, stóll til að sitja á ef þarf, og rennandi vatn og klósett.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. apríl 2008
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm