Saga frumkvöðla í Bolungarvík

Ragna og Elvar LogiSaga frumkvöðla í Bolungarvík hlaut náð fyrir augum Menningarráðs Vestfjarða og mun því draumaleikritið mitt fara á fjalirnar innan skamms. Stemmt er að því að frumsýna leikritið á sjómannadagshelgina og það verður einstakt að geta boðið upp á Elvar Loga færa okkur einleik um frumkvöðlana, Einar Guðfinnsson og Pétur Oddsson í húsinu sem þeir bjuggu í á miklum uppgangstímum. Enn vantar reyndar þó nokkuð upp á að endar nái saman því eitt svona leikverk kostar auðvitað mikla peninga en Vertinn heldur ótrauður áfram að nurla einhverju klinki saman svo hægt verði að standa straum af kostnaði. Vonir standa því til að fjölmargir sæki sýninguna heim og komi okkur til aðstoðar við að setja sögu frumkvöðla í nýjan búning og styðji þannig við verkefnið. Smellt var af mynd við þetta hátíðlega tækifæri í dag og standa Vertinn og leikarinn kokhraust í félagsheimilinu á Hólmavík með styrkinn.


Bloggfærslur 25. apríl 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband