Bretland eða Ísafjörður

Eitthvað óaði Vertinum í Víkinni við því að keyra alla leiðina heim í dag og eftir dálitla umhugsun ákváðum við mæðgurnar að taka flugið. Þurftum við þó að velta fyrir okkur kostum og göllum þess hvaða flugleið heppilegast væri að velja. Jafndýrt virðist um þessar mundir að fljúga til Bretlands með lágfargjaldaflugfélagi eins og að fljúga með Dash 8 til Ísafjarðar. Vestfirðirnir toguðu meira í téðan Vert enda biðu þeir okkar með óþreyju og var Bond street og Oxford street því sett á hold um tíma. Þrátt fyrir það að við mæðgurnar þrjár værum látnar greiða mest allan olíukostnað við flugferðina, fengum við enga sérstaka þjónustu um borð umfram aðra flugfarþega, enda hafa þeir trúlega greitt svipað okurverð fyrir farið og við og greitt fyrir lágflugfargjöldum á flugleiðinni til Bretlands í staðinn.

Ísafjarðadjúpið bauð Vertinn velkomna með spegilsléttum sjó og blankandi logni og brakandi blíðu. Ekki var boðið upp á ókyrrð í Djúpinu líkt og venja er til heldur leið vélin rétt yfir haffletinum og hagaði flugi sínu þannig að títtnefndur Vert gat varalitað sig óaðfinnanlega í spegluninni frá sjónum og gert sig fína fyrir lendingu á Ísafjarðarflugvelli. Kyrrðin var einstök og varirnar að sama skapi einstakar, skreyttar glimmer og  silkifallegum brúnum varalit sem átti vel við þokka og yfirbragð Vertsins í Víkinni.

Næsti áfangastaður var sjúkrahúsið á Ísafirði. Þar kom mamma valhoppandi eftir ganginum eins og skólastelpa og rak okkur rembingskoss sem gerði það að verkum að allt varaglimmerið fór yfir á hana og glampaði og glitraði á þessa litlu, penu og gráhærðu konu sem beið komu okkar af svo mikilli tilhlökkun. Hún er öll að koma til og fær vonandi að fara heim á morgun og þess er vænst að lífið fái að halda áfram með sinn vanagang og sunnanvindar blási þunglyndinu norður og niður svo hún geti notið þess að vera í garðinum sínum í sumar og dundað sér við að dást að blómunum sínum sem hún hefur hlúð að í áratugi.

Á morgun bíður nýr dagur með glimmer og glansi og ljúfum sunnanvindum sem blása vonandi sorg og sút á braut. Vorlaukarnir í garðinum hennar mömmu halda áfram að gægjast upp úr moldinni og rósirnar bíða þess að hún komi og tali til þeirra með ástúð og hlúi að þeim af natni. Þá verður gott að setjast niður á sólskinsdegi umvafin blómaskrúði í garðinum við Miðstræti og fá sér kaffi og súkkulaði.

 


Bloggfærslur 21. apríl 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband