Sjávarréttahlaðborð

Borðstofuborðið í Einarshúsi verður hlaðið unaðslegum réttum úr sjávarfangi gestum til handa á laugardagskvöldið. Mikilvægt er að panta borð í sl. í hádeginu á föstudaginn kemur og verðið er 2500.- á mann. Herlegheitin hefjast um klukkan 19:30 eða fljótlega upp úr því og hægt er að panta borð í síma 456-7901 og 864-7901

" The bad bread and the rotten rolls" leika í Kjallaranum síðar um kvöldið og skapa ekta kráarstemningu.


Milljónir á milljónir ofan

Nú útdeilir Húsafriðunarnefnd milljónatugum til uppbyggingar gamalla húsa vítt og breytt. Einarshúsið fékk þrjár milljónir til uppbyggingarinnar sem er sérdeilis frábært og bráðnauðsynlegt fyrir uppgerð hússins. Ætli Vertinn væri ekki komin í skuldafangelsi ef hliðhollir aðilar hefðu ekki komið til aðstoðar og veitt styrki til endurbótanna. Reyndar eru þetta sömu þrjár milljónirnar og Fjárlaganefnd alþingis ákvað að rynni til hússins í nóvemer í fyrra en þá var fjallað um styrkveitingar til endurbótanna í fjölmiðlum. Fjárlaganefnd útdeilir penngunum en Húsafriðunarsjóður greiðir. Styrkurinn er vel þeginn og Vertinn í Víkinni svo sannlega þakklát fyrir stuðninginn og áfram verður reynt að fjárfesta í nöglum og skrúfum, panel og málningu, gluggum og hurðum, innréttingum og tækjum...........................................................en smiðurinn verður þó að bíða enn um sinn eftir útborgun.

 


Bloggfærslur 2. apríl 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband