19.4.2008 | 11:34
Reyklaus bekkur
Krakkarnir sem eru núna í áttunda bekk í Grunnskólanum hrepptu annað sætið í keppni lýðheilsustofnunar árið 2007 í samkeppni reyklausra bekkja á landinu. Eitthvað þurfti Vertinn að koma nálægt textagerð og lagasmíð í sambandi við þetta verkefni þeirra sem þau lögðu einstaklega mikla natni í ásamt kennara sínum, honum Björgvini, en þau unnu fréttaþátt um skaðsemi reykinga. Ég rakst á þetta smá brot nú nýverið af þessu framlagi krakkanna sem eru í bekknum hennar Lilju og langar til að leyfa öllum að njóta sem vilja.
Þetta eru þeir flottustu krakkar sem ég þekki.
Dægurmál | Breytt 20.4.2008 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2008 | 01:21
Viðburðaríkir dagar
Í þessum skrifuðu orðum er Vertinn í Víkinni á góðum stað í höfuðborginni og hvílir sig eftir viðburðaríka daga. Lagt var af stað frá Vestfjörðum seinnipartinn í gær í blíðskaparveðri og kjálkinn var kvaddur með trega. Sólin bókstaflega baðaði náttúruna og sjórinn var sléttur sem spegill og fjöllin spegluðu sig í haffletinum og sungu vorsöng. Forfuglarnir léku sér í þýðum blænum og útsýnið var yndislegt. Það er leitun að annarri eins náttúrufegurð eins og er fyrir vestan á svona drottins dýrðardegi eins og var í gær.
Veika telpan, hún Lilja, sem búin er að fá hverja flensuna á fætur annarri undanfarnar tvær vikur greip til þess ráðs að verða bílveik og ferðin sóttist því seint. Vegaframkvæmdir voru í Djúpinu og vegurinn í sundur vegna viðgerða og það þótti því ljóst að við myndum ekki ná Hvalfjarðagöngunum fyrir miðnætti, en þá átti á loka þeim vegna viðgerða. Því var stefnan tekið í Dæli í Víðidal eins og svo oft áður og hent sér í koju og hrotið eins og lífið lægi við.
Árrisult fólk reis úr rekkju og stefndi suður á bóginn því tannlæknatími var bókaður og veika telpan varð að komst í tíma í tannréttingarnar sínar. Peningapyngjan léttist á einu augabragði og flest allt klink kláraðist og slakt gengi krónunnar hefur án efa gert það að verkum að Vertinum fannst aurarnir klárast hraðar en ella. Nokkrar röntgen myndir voru teknar af skvísunni og strekkt á teinum á víð og dreif í munninum og hún gat brosað sem aldrei fyrr eftir þessa yfirhalningu þrátt fyrir að það hefði kostað foreldrana skotsilfur og skiptimynnt í ríku mæli.
Þá tók við sá partur dagsins sem ógnaði þjóðaröryggi landsmanna svo um munaði og innanlandsflug lá niðri um tíma vegna uppþots á Reykjavíkurflugvelli. Starfsmenn vallarins urðu að leggja frá sér sín venjubundnu störf til að bjarga því sem bjargað varð og mikil kaos myndaðist á flugvallarsvæðinu. Öll flugumferð raskaðist og flugvélin sem átti á fara til Hafnar í Hornafirði lenti víst á Kúlúsúkk á Grænlandi nú undir kvöld með farþega á leið til Jan Mæen og lenti vélin í miklum hliðarvindi við suðurströndina.
Ástæða alls þessa var sú að hinn nýi lögregluhundur lögreglunnar á Vestfjörðum, sem var að koma með flugi frá Egilsstöðum og mun eiga sitt heimili hjá Vertinum, gat smeygt sér úr hálsólinni og hljóp lafhræddur inn á flugvallarsvæðið án þess að eiga þangað nokkuð erindi. Þarna upphófst mikill darraðardans við að ná skepnunni aftur og mikill taugatitringur myndaðist meðal manna, því mikið hefur verið lagt í sölurnar til að fá þennan hund á Vestfirði og því afar mikilvægt að hann nái til síns heima svo nýta megi þefskyn hans við fíkniefnaleit Öll flugumferð var umsvifalaust stoppuð af og ordur voru látnar berast til Keflavíkurflugvallar þess efnis að vera í viðbragðsstöðu ef á þyrfti að halda. Allir sem vettlingi gátu valdið voru komnir í hundveiðar og atburðarásin var nokkuð spaugileg. Hundurinn náðist að lokum og allt var í himnalagi. Með þessum fyrstu kynnum af " Dollar" fór húsbóndinn í hundana í orðsins fyllstu merkingu en mánaðar tíma verður nú varið í hundaþjálfun í höfuðborginni áður en hundurinn tekur formlega til starfa heima í héraði
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 19. apríl 2008
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm