10.4.2008 | 19:09
Hún er naut
"Hún er skapheit og sér rautt þegar einhver styggir hana. Hún stappar niður fótunum og ruggar sér í lendunum þegar nautabaninn ætlar að fella hana á vellinum og öðlast með þeim hætti aðdáun áhorfenda. Bolinn lætur þó ekki bugast við árásina enda harðgerð skepna eins og allir vita sem til þekkja. Rauða tuskan sem notuð er til að ráðast til atlögu við bola er rifin og tætt og til einskis nýt og hárbeittur vilji nautabanans til að legga þessa fíngerðu skepnu að velli mistekst. Eitt spjót nær þó að taka sér bólfestu í hryggnum og undan blæðir en það dugar ekki til. Þessi aumingjalega ör fær nautið til að öskra af reiði og froðufella um stund og emja af sársauka en svo bráir af. Er særði bolinn lítur í áttina að mannfjöldanum sér hún strax að hún á bandamenn víða sem styrkja hana og styðja gegnum bardagann og sársaukinn hverfur eins og dögg fyrir sólu. Þetta naut er fætt fyrsta maí........... þetta naut er ég........ og bardaginn er bara rétt að byrja".
Fyrirtaks byrjun á góðri sakamálasögu ekki satt ??
Kannski verður þetta metsölubókin fyrir næstu jól
Það skyldi þó ekki vera
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 17:50
Og þá varð ljós
Ég hefði án efa verið rafmagnslaus fram á vor ef húsbóndinn hefði ekki verið litið út um gluggann þegar við vorum búin að liggja í reiðileysi og bíða eftir rafmagninu í nærri tvo klukkutíma. Þá sá hann ljóstýrur í hverjum glugga hér í kring. Ástæðan var einföld..................það hafið slegið út.
Pistill sem ég skrifað í myrkrinu er þó látinn flakka með að gamni.
Ástandinu í þessum skrifuðu orðum mætti lýsa sem Vertinn væri komin í moldarkofa á kotbýli í Djúpinu til forna. Ekkert rafmagn hefur verið hér til að lýsa upp híbýli manna í langan tíma sem gerir það að verkum að það er ekkert sjónvarp, engin örbylgjuofn sem poppar poppið og engin nettengd tölva. Litlu munar að tilhugsunin um að húsið fari að kólna upp nær brátt yfirhöndinni og ef Orkubú Vestfjarða fer ekki að taka til sinna ráða og hleypa rafmagni á innstungurnar í húsinu, segi ég upp rafmagnsreikningnum mínum, for good, og fer að eyða peningunum mínum í eitthvað annað.
Norðan garri geisar úti fyrir og halda mætti að Bolungarvík hefði færst í humátt til Síberíu og hefði tekið sér bólfestu þar í grenndinni því lítið ber á vorkomu og hækkandi sól. Þess vegna er enn meiri nauðsyn á því að geta kveikt ljósin og lýst upp umhverfið í kring og kalla ég eftir ljósglætu hið fyrsta. Ég má kannski teljast lánsöm að geta legið eins og skata í rúminu og vera ekki knúin til að fara út fyrir dyr í þetta endemis veður en þykir þó lágmark að bjóða upp á rafljós í veikindunum.
Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væri varaaflstöð í Víkinni sem menn hefðu upp á að hlaupa ef rafmagnið færi af í langan tíma, en hún virðist ekki vera brúkleg í dag. Hér hefur ekki verið hægt að kveikja ljósið nokkuð lengi og það sem verra er að ég hef ekki getað notað tölvuna mína sem skildi og það nær auðvitað engri átt.
Þakklát má ég þó teljast að geta skrifað þessar línur niður á blað í myrkrinu til birtingar á eftir, eða þegar rafmagnið kemur á ný og flýtt þannig fyrir bloggskrifum mínum þennan dyntinn. Ef ég væri ekki enn svo asskoti lasin, færi ég án efa að skúra gólfin og þrífa húsið eða elda matinn nú eða bara þrífa gluggana að utan, en veikindin setja þarna strik í reikninginn sem hvorki ég né Orkubúið getur neitt að gert. Nokkuð ljóst má telja að ef hitinn fer að lækka í húsinu sökum rafmagnsleysis má búast við því að hitinn í Vertinum hækki að sama skapi og það gæti skapað glundroða milli mín og OV sem erfitt gæti að greiða úr ef til langframa er litið.
Ekki það að þessi skortur á birtu rafmagnsljósa ærir mig ekkert né gerir mig óstöðuga því mig grunar að unnið sé hörðum hönum að lagfæringum og ég veit að þetta langvarandi rafmagnsleysi er ekki með ráðum gert. Þess vegna hef ég litlar áhyggjur af einhverjum styr milli mín og raforkufyrirtækisins enda ekki til neins að elta ólar við það.
Og þarna varð ljós !
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. apríl 2008
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm