9.3.2008 | 20:49
Haltur leiðir blindan
Á miðnætti á páskadagskvöld munu margfrægir tónlistarmenn stíga á stokk í Einarshúsi. Tvíkeykið Haltur leiðir blindan hefur þanist út að undanförnu og virðist það vera orðið að fjögurra manna stórbandi sem slær flestum öðrum hljómsveitum ref fyrir rass. Heyrst hefur eftir áreiðanlegum lygasögum að forsprakkar Aldrei fór ég suður, hafi lagt allt í sölurnar við að fá þessa eðalkappa til liðs við sig á hátíðinni en allt hafi komið fyrir ekki enda spila þeir bara í Kjallaranum til að byrja með. Á myndinni má sjá tvo af þessum heiðurspiltum sem tilheyra þessu tilvonandi bílskúrsbandi sem á án efa eftir að tröllríða skemmtanabransanum hér vestra í framtíðinni og glöggt mátti heyra trommarann og gítaristann söngla gamla drykkjuvalsa í hljómfögrum takti í Kjallaranum til að undirbúa sig fyrir næstu æfingu. Ég hlakka mjög til að geta boðið upp á þessa söngelsku sveina á páskunum sem líkja má við páskaegg úr eðalsúkkulaði frá Nóa Síríus.
Dægurmál | Breytt 10.3.2008 kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 14:03
Dagurinn eftir
Það má telja nokkur öruggt að þeir félagar Jómmi og Stjáni komu sáu og sigruðu í Kjallaranum í gærkvöldi er þeir stigu á stóra sviðið. Þeir spiluðu og sungu gamla slagara í bland við nýrri söngva fyrir gesti og vel var tekið undir og dansinn var stiginn af mikilli áferju. Þeir félagar höfðu stillt strengi sína svo vel saman að aldrei mátti heyra falsnótu og hljómuðu raddir þeirra í einum kór undir fullkomnu gítarspili. Rafrænn kór var hafður með í farteskinu sem Jómmi setti í gang fyrirvaralaust ef á þurfti að halda og var honum startað einungis með því að ýta á hnapp á gólfinu. Var þá eins og allur Módettukór Hallgrímskirkju væri mættur á staðinn og stæði bakatil með sínar englaraddir og tæki undir með þeim félögum. Bardömurnar dönsuðu og sungu inn á barnum við undurblítt hljómfallið og ekki er frítt við það að það hafi laðað fleiri að barnum fyrir vikið og guðaveigar hafi runnið í mannskapinn aðeins örar en ella. Kvöldið var sem sagt mjög skemmtilegt og stemningin góð enda samansafn að skemmtilegu fólki í Einarshúsi. Þeir sem aftur á móti höfðu ekki höfðu tök á því að koma í gær geta vonandi barið þessa pilta augum á markaðshelginni því ég tók af þeim hálfgildings loforð þess efnis að þeir kæmu þá og træðu upp en þeir hafa verið fastur liður í Kjallaranum undanfarin ár á markaðshelginni. Þeir félagar sungu svo eftirminnilega um hve allir væru að gera það gott nema þeir og unun var á að hlýða hve frambærilega þeir komu textanum frá sér. Hugur og hönd unnu óaðfinnanlega saman er takturinn var sleginn og aldrei var farið út af laginu í annars fjölbreyttir flóru laga.
Dægurmál | Breytt 10.3.2008 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 9. mars 2008
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm