30.3.2008 | 14:51
Einhverra hluta vegna....
Einhverra hluta vegna langaði mig til að vera venjulegur drykkjurútur um helgina. Hæfilega blaut fyllibytta sem getur bara rétt dreypt á eðalrauðvini úr fínu kristalsglösunum og notið bragðsins og áhrifanna sem áfengi hefur upp á að bjóða og hafa stjórn.
Einhverra hluta vegna langaði mig að fá yfir mig vellíðunartilfinninguna sem fyrstu soparnir bjóða upp á og njóta slakans sem býðst rétt það augnablik þegar eðalvökvinn rennur niður kverkarnar og gleðiefnið færist til hugans.
Einhverra hluta vegna langaði mig að svolgra í mig hina innri ró sem allir alkar þrá að fá og njóta en þurfta oft svo mikið að hafa fyrir að eignast þegar þeir bisast við að vera edrú hverja mínútu, hverja klukkustund og hvern dag.
Einhverra hluta vegna langaði mig að vera eins og hinir matargestirnir sem voru hjá mér í mat í gærkvöldi að njóta veiga í góðra vina hópi.
Einhverra hluta vegna vissi ég þó alveg fyrir víst að ég var ekki ein af þeim. Ég er öðruvísi að þessu leiti og setti því kóka kóla í kristalinn og lét klingja í rétt á meðan tilfinningin fjaraði út.
Einhverra hluta vegna veit ég að þessi tilfinning á eftir að blossa upp af og til á meðan ég lifi og einhverra hluta vegna verð ég að sætta mig við það.
Einhverra hluta vegna veit ég þó innst inni að ég stend þessar freistingar af mér, annað er tap og mér líkar ekki að tapa orrustum.
Einhverra hluta vegna varð kvöldið þó sérdeilis, aldeilis frábært og skemmtilegt í alla staði og ég naut mín í hvívetna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 30. mars 2008
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm