Fyrsta giggið

Það má með sanni segja að fleiri hafi komist að en vildu til að hlusta á þessa stórgóðu tónlistarmenn sem tróðu upp í Kjallaranum í nótt sem leið. Haltur leiðir blindan voru leiddir áfram styrkri hendi af trommaranum og bassanum og allt gekk þetta eins og í sögu og þeir voru alveg til fyrirmyndar. Stuðlög ómuðu um húsið og þeir sýndu það og sönnuðu og þeir geta vel spilað fyrir dansi á góðu kvöldi og haldið takti út í nóttina. Þetta var alveg ljómandi upphitun fyrir komandi gigg sem verða án efa fjölmörg í Einarshúsi í framtíðinni hjá þessu fyrirtaks húsbandi og Vertinn er mjög spennt að geta haft þessa hljómlistarmenn á sínum snærum þegar á þarf að halda.

Eins og sjá má glögglega á frammistöðu þessara pilta, sem skjóta SSSól ref fyrir rass í þessu flutningi á einu laga þeirra, eru þeir eru mjög frambærilegir og samhljóma í athöfnum sínum og gjörðum. Þeir ætla þó að slípa sig örlítið meira saman í framtíðinni og æfa reglulega í húsinu sem hýsir ólgandi líf og gleði og glaum, Einarshúsi.


Bloggfærslur 24. mars 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband