Spilabingó

Elli Ketils kom nýr og ferskur frá Kanaríeyjum nýverið og uppfullur að hugmyndum sem nýta má í Einarshúsi í framtíðinni. Suðrænn blærinn hefur leikið sér við karlinn enda leikur hann á alls oddi, brúnn og sællegur eftir dvölina ytra. Hann var aðaldriffjöðrin í skemmtanalífi á eyjunni þann tíma sem hann dvaldi þarna úti og tók sig vel út í því hlutverki og nutu spanjólar af öllum stærðum og gerðum samvistanna við íslenska Bolvíkinginn. Spilabingó var eitt af þvi sem hann spilaði af mikilli fimi og nú telst ljós að það muni senn hefja göngu sína í húsi gleðinnar innan skamms. Mun Elli vera þar undir, yfir og allt um kring en þetta er stórskemmtilegt spilabingó sem höfðar bæði til barna og fullorðinna og verður því spilað að degi til og eins oft og þurfa þykir. Nánari fréttir birtast fljótlega ef þessari nýjung í Einarshúsi sem er tilvalin viðbót við flóru menningar og skemmtanalífs í Bolungarvík.

Bloggfærslur 10. mars 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband