Ragna

 

  

Ragna:

Þá stundi Mundi

 

Í Víkinni Vertinn á kostum hér fer

og vafalaust hæglega sérhver það sér.

Við vísnagerð unir sér daglanga stund

er vísurnar yrkir um hali og sprund.

Viðlag: 

Er hún arkar um stræti

þá svo sérlega sperrt.

Vart finnst hér á landi

jafn fýrugur Vert.

 

Á Kjallarakránni hún selur þér mjöð

og kúnninn þar bíður í einfaldri röð.

Þar slekkur hún þorsta þeim þorstlátu hjá

þeir brjóstbirtu gjarnan hjá Vertinum fá.

 

Viðlag:

 

Á Víkara fréttirnar færir þér fyrst

þar fagnandi skrifar af mikilli list.

Og Bakkus hún kvaddi af kurteisis sið

og konunni líkar nú edrúlífið.

 

Viðlag:

 

 

Ef spaugsamar hliðar á lífinu sér

á veraldarvefinn það jafnharðan fer.

Hún bloggar í snarhasti fréttir um hæl

og glæðir þær lífi með alkunnum stæl.

 

Viðlag:


Óshlíðargöng

Í mínum huga heita jarðgöngin Óshlíðargöng og munu aldrei heita annað.

Í mínum huga heita jarðgöngin Óshlíðargöng af því að með tilkomu þeirra opnast leið í báðar áttir, líka til Ísafjarðarbæjar og þaðan út um allan heim.

Í mínum huga heita jarðgöngin Óshlíðargöng af því að þau leysa Óshlíðarveg af hólmi.

Í mínum huga heita jarðgöngin Óshlíðargöng af því að þau liggja í gegnum Óshyrnu hérna megin.

Í mínum huga heita jarðgöngin Óshlíðargöng af því að þau liggja milli Ósbæjanna.

Í mínum huga heita jarðgöngin Óshlíðargöng af því að ég felli mig betur við það nafn.

Í mínum huga heita jarðgöngin Óshlíðagöng vegna þess að þau að tengja öll byggðarlögin á norðanverðum Vestfjörðum saman.

Í mínum huga heita göngin Óshlíðargöng af því að þau skapa eina heild og Bolungarvík er bara hluti af heildinni á þessu svæði.


Halldóra Þórarins

 

Dóra Þórarins:

Litla flugan

 

Hér glettin mær á Glaðheimum sér leikur

með káta smáa krakkahópinn sinn.

Það sannarlega lífsgleðina eykur

og passa þessi agnar litlu skinn.

Af barnabörnum hefur mikið yndi

hún nýtur þess að hlúa vel að þeim.

Þá lífið leikur einatt allt í lyndi

er fær hún krakkaskarann til sín heim.

 

Dóra tekur fagnandi þeim gesti

er feginn kemur heim í vaktafrí.

Það gerist víst á 10 daga fresti

og jafnan kætist Dóra yfir því.

Því Röggi kemur oft að góðu gagni

það segjast verður alveg eins og er.

Í sumar byggði sólpallinn af lagni

:af hagleikssmiðum flestum hann nú ber:


Bloggfærslur 7. febrúar 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 635876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband