Peta

 

Peta:

Flagarabragur

 

Fagnandi hún Petrína við fuglaskoðun dvelur

fýrug þykir konan sú er furðufugla telur

Í spariskóm með Böðvari þá tiplar hún um breiður

og brosir jafnan konan hér, ef finnur arnarhreiður.

 

Viðlag:

Ó já, þessi kjarnakvinna

kumpánleg að venju er og varla þarf að kynna.

Við Hafnargötu keypti hús og sér nú út á sæinn

og glaðbeitt lítur til þín er gengur hún um bæinn.

 

Fjarnámið hún stundar þegar vinnutíma líkur.

sá feikimikli áhugi á menntun þykir slíkur.

Í skrifstofunnar brautargengi magnast kyngikraftur

og trúlega í meira nám, ætlar hún sér aftur.

 

Viðlag:

Þegar hún á lausa stund þá kýs hún ekkert fremur

en að verja tímanum með barnabörnum þremur.

Furðu vekur trúlega hve ungleg þessi skvísa

getur verið amma hér, á landi elds og ísa.

 

Viðlag:

 

Í sparisjóðnum stelpan þessi löngum stundum dvelur

og sæl og rjóð hún peningana okkar ákaft telur.

Og glaðbeittar hér gjaldkerann við allar hérna mærum

því háhæluðu skórnir ná, upp að miðjum lærum.

 

 


Bloggfærslur 4. febrúar 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 635876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband