Þriggja vasaklúta lag

Búið er að gefa út geisladiskinn sem hefur að geyma hin margrómuðu tónverk sem flutt voru á þorrablótinu. Hægt er með festu að gefa þá yfirlýsingu út að lagið sem þið fáið að heyra í dag er klárlega þriggja vasaklúta lag og brottfluttir Bolvíkingar munu án efa gráta fögrum tárum yfir því að hafa flutt burt frá þessum dásamlega stað.  Tel ég því tryggara að hafa klút við hendina sem hægt er að snýta sér í ef gráturinn gerist ofsafenginn og yfirgengilegur. Þessi diskur var gefinn út í ellefu eintökum og er því illfáanlegur nema einhver sé svo heppinn að þekkja einhverja af sönggyðjunum sem ljá raddir sínar á geisladiskinn. Það þýðir lítið fyrir þá hjá félagi stúrinna tónskálda og textahöfunda að rukka mig um stefgjöld í tilefni að þessum flutningi þrátt fyrir að þetta þykji trúlega eindæmi í íslenskri tónlistarsögu.

Lagið er Magnúsar Sigmundssonar, textinn er minn og Hrólli sá um útsetningu og þið getið hlustað á tónlistarspilaranum hér til hliðar.


Bloggfærslur 25. febrúar 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband