Kútmagar

Það má með sanni segja að það hafi verið feykifjör á kútmagakvöldi Lionsmanna í gærkvöldi. Fjölmargir krúttmagar innbyrgðu fiskiveilsu af bestu sort sem borin var fram af meistarakokkum frá Við Pollinn á Ísafirði og allir karlar voru kátir með kvöldið. Nokkrir klúrir brandarar fuku um sali Einarshúss en það er venja á slíkum karlakvöldum að klæmast lítillega og er ekkert út á það að setja og telst trúlega hinn eðlilegasti hlutur. Vertinn sætti lagi við að smeygja sér inn í salinn milli þess sem ævintýralegar neðanbeltis sögur voru sagðar og þóttist ekkert skilja né heyra þegar talið barst að frásögnum sem ekki teljast við hæfi barna og gamalmenna. Hlátrasköll voru allsráðandi og létt var yfir mannskapnum er þeir brögðuðu á fiskimögum fylltum rúgmjöli og lifur í bland við hrogn og annað góðgæti sem rann ljúft niður kverkar. Biggi Olgeirs spilaði út í nóttina og hann hefur aldrei verið betri og ég er hæst ánægð með hann. Fólk sat bæði uppi og niðri svo húsið nýttist til fullnustu. Myndir af kútmagakvöldinu munu væntanlega birtast á nýjum vef okkar Bolvíkinga sem lítur dagsins ljós innan tíðar og spara ég því allt slíkt þar til síðar.


Bloggfærslur 18. febrúar 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 635876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband