Systur

SysturÉg tók mynd af þessum föngulegu systrum sem voru að fara út á lífið í gærkvöldi. Páll Óskar var staddur hér vestra og nauðsynlegt þótti fyrir þessar ungpíur að berja kappann augum og dansa. Um hug minn flaug með eldingarhraða minning af litlum stelpum sem hjöluðu í vöggunni sinni og skríktu við minnsta tilefni. Litlum stelpum sem voru síbrosandi en höfðu þó skap þegar nauðsynlegt þurfti að standa á sínu. Litlum stelpum sem hjóluðu á þríhjólunum sínum og stundum stálust niður á höfn til að fylgjast með aflabrögðum. Nú eru litlu stelpurnar mínar að verða stórar og eru að vaxa mér yfir höfuð og ég fæ ekki við neitt ráðið.

Tíminn er fugl sem flýgur hratt.....


Bloggfærslur 16. febrúar 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 635876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband