Ný fyrir nítján árum

Elsa alveg nýElsa er nítján ára gömul í dag. Hún kom í heiminn í harðindavetri fyrir vestan þegar snjórinn safnaðist saman af miklum móð í skafla hér og þar. Óshlíðin var til ama, þá eins og nú, og ég varð að dvelja inn á Ísafirði í marga daga með hana vel varðveitta í maganum því Ágúst læknir hafði áhyggjur af þvi að ég kæmist ekki á sjúkrahúsið í tæka tíð til að fæða hana. Ég hafði þó misst þolinmæðina og fór heim daginn áður því spáin var þokkaleg en um leið og hríðirnar byrjuðu skall á ofsaveður og brunað var með óléttu konuna um þungfæra Óshlíð um miðja nótt. Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði tók á móti okkur með bros á vör, en Elsa er ein af síðustu börnunum sem fæddust í því stórglæsilega húsi.

Elsa hefur staðið sína plikt alla tíð og er afskaplega réttsýn og vel gefin stelpa og ég óska henni til hamingju með afmælið.


Bloggfærslur 10. febrúar 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 635876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband