Rafmagnað andrúmsloft

Andrúmsloftið var rafmagnað er Þórunn fékk þær fréttir að pabbi hennar hefði ekið á loftlínu sem bar með sér 30.000 volta rafstraum. Hárrétt viðbrögð bóndans í Enniskoti gerðu það að verkum að hann komst heill á húfi frá þessari vá en tvö hross féllu í valinn. Enginn reiknar með því að slíkar línur liggi í þessari hæð og ekki er með nokkru móti hægt að varast slíkt í hríðarbyl um hávetur. Ekki hefði verið spurt að leikslokum ef hann hefði ekki brugðist við með þessum hætti og við erum þakklát að hafa karlinn heilan á húfi.


mbl.is Tvö hross drápust þegar dráttarvél lenti á raflínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiðtúrinn

Lilja á BráFarið var í fyrsta reiðtúr ársins í gær á gæðahrossunum okkar og brokkuðu þeir Brá, Blesi og Tenór með knapa sína með stolti. Þetta eru hreint æðislegir hestar sem fara með okkur eins og hefðarmeyjar. Blesi er tryggur og traustur og ber Vertinn með varúð leiðar sinnar og fetar ljúft og létt áfram veginn. Tenór er vel taminn og hlýðir Elsu, eiganda sínum, í hvívetna og bar hann hana tignarlega um sveitina. Félagi þeirra úr hesthúsunum fékk að fljóta með og bauð Úði Þórunni sæti og brokkaði með reisn okkur við hlið.  Lilja sat Brá út í reiðtúrinn og eins og sjá má á myndinni tekur stelpan sig vel út á þessari moldóttu einstaklega þýðu sóma hryssu. Hvíta snjóbreiðan sem umlukti Víkina lísti upp umhverfið og það gustaði um knapana er þeir þustu um Syðridalinn og þessi ferð toppaði svo sannarlega daginn.


Bloggfærslur 3. janúar 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband