Systkin

G_AU_RFékk senda þessa fallegu mynd af prúðbúnum systkinum á hátíðarstund. Eitthvað hefur tognað úr Vertinum síðan þessi mynd var tekin en glögg má þó sjá að svipurinn leynir sér ekki og hárið er jafn hrokkið þá og nú. Þarna lítur lítil snót í myndavélina með spyrjandi augnaráði og lesa má út úr svipnum hversu forvitin hún er fyrir komandi framtíð. Stelpan hefur staðið sig þokkalega vel og getur enn litið glaðbeitt í myndavélina og bíður enn framtíðar með forvitni. Þarna vissi hún ekki að tíminn er fugl sem flýgur hratt og að lífið líður áfram með ógnarhraða. Þarna lifði hún bara áhyggjulaus fyrir líðandi stund.


Tónviss

Öll kvöld eru undirlögð í ofstækisfullum hlátrasköllum og fíflagangi því nefndarkonur í þorrablótsnefndinni undirbúa blótið af fullum þunga. Skemmtiatriði sem eru leikin af fingrum fram, en líka framborin eftir fyrirframgerðu handriti, eru framúrskarandi og ef þorrablótsgestir hlægja jafn mikið á þorrablótinu og við gerum þessar stundirnar þá verður sko aldeilis gaman. Harmonikku Hrólfur mun annast allan undirleik um kvöldið og mætti hann með nikkuna sína til að hlusta á okkur í gærkvöldi. Glögglega mátti sjá hrifninguna í augum hans er við fórum að syngja gamanvísur um mann og annan en þó aðallega okkur sjálfar.  Nokkuð örugglega mátti lesa út úr andliti hans að honum þótti þetta samansafn íðilfagra radda óma eins og englakór í eyrum hans og tel ég trúlegt að þessi upplifun hafi snert hann djúpt. Allar héldum við lagi og með stefnufestu fórum við upp tónstigann og síðan niður hann aftur eftir því sem það átti við.

 


Bloggfærslur 11. janúar 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband