28.9.2007 | 00:33
Spilavistin byrjar í kvöld
Spilavistin hefst að nýju í kvöld, föstudagskvöld kl. 21:00, og hef ég haft spurnir af því að fjöldi manns bíði með óþreyju eftir því að fá að hittast og taka í spil. Spilað var á sjö til átta borðum að jafnaði sl. vetur og skemmtu spilafíklar sér afbragðsvel er þeir spiluðu nóló og grand við keppinauta sína. Verðlaun verða að sjálfsögðu veitt út og suður og geta þeir sem fá sem flesta slagina, slegið því nánast föstu að fá sigurlaunin en einnig fá þeir sem gjörsamlega geta ekki neitt og spila frá sér ráð og rænu, stundum glaðning í sárabætur. Geisladiskurinn með Villa Valla var vinsæl fyrir þá sem náðu ekki því takmarki sínu að sigra og mun jazzistinn hljóma víða á heimilum í Bolungarvík eftir að hafa fylgt fjölmörgum spilagestum heim af spilavistinni síðastliðinn vetur. Hagleikskonur sem starfa í Listasmiðjunni í Bolungarvík hafa gert glæsilega gripi sem verða aðalverðlaun eftir þriggjakvölda keppni og verða menn að vera duglegir að mæta, því til mikils er að vinna og vegleg verðlaun eru í boði. Sjáumst hress og kát í kvöld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 28. september 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm