Guðdómleg gúllassúpa

Guðdómleg gúllassúpa að hætti Guðlaugar í Tungu verður framborin í hádeginu á morgun. Guðlaug leggur mikla natni í þessa gómsætu súpu sem bragðast svo einstaklega vel og gefur svo ótrúlega mikinn kraft, þrótt og þor. Fyrir utan himneska bita úr eðalnautavöðva blandast hvítlaukur, papríka, gulrætur og annað staðbundið grænmeti sem vex í frjósömum aldingörðum í þessa eðalsúpu.

Við erum ekki farnar að blanda" viagra" dufti í þær eðalveigar sem eru á boðstólnum hér í Einarshúsi ennþá, en það undraefni í bland við upplífgandi unaðskrem er notað óspart í hjartakökurnar sem bakaðar eru stíft um þessar mundir í tilefni ástarviku sem hefst nú um helgina. Hægt verður að bragða á þessum unaðskökum á sunnudaginn kemur og verða þessar kynæsandi kökur á boðstólnum fram eftir vikunni. Uppskriftin er háleynileg eins og hjá "kóka kóla" og ekkert verður gefið upp um bragðið eða áhrifin.


Bloggfærslur 9. ágúst 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 635888

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband