22.8.2007 | 12:18
Viðbúnaðarástand
Hitastigi hér ytra fer ört hækkandi og sögur herma að hitamælirinn sé farinn að nálgast 40°C. Ég tel það nokkuð öruggt að hitamælirinn á Sparisjóði Bolungarvíkur myndi bráðna ef hann þyrfti að sína slíkar hitatölur dag eftir dag. Ég sé það fyrir mér að gróði sjóðsins yrði að vera verulegur til að það gæti gerst og sparisjóðsstjórinn yrði að brosa sínu skínandi sólskinsbrosi. Mér finnst hitinn notalegur og frábært að liggja í sundlaugargarðinum á mjúkum bedda og vippa mér í sundlaugina til að kæla mig þegar hitinn ætlar hvern lifandi mann að drepa, hendast síðan á sundlaugarbarinn og fá mér kaffisopa eða vatnsglas. Merkilegt nokk, þá er ótrúlega gott að fá sér einn og einn kaffibolla þótt hitinn sé svona mikill. Vertinn fór í vatnsleikfimi í morgun en dagurinn er alltaf tekinn snemma með ljúffengum morgunmat og síðan komum við okkur fyrir í sundlaugargarðinum og dveljum þar fram að hádegi.
Fiðrildadalurinn var heimsóttur í gær og það var ótrúlega skemmtileg að sjá fiðrildi í milljónatali flögra allt um kring. Öll tré voru þakin fiðrildum, stórum og smáum og var umhverfið alveg dásamlega fallegt og dagurinn eftirminnilegur. Einni mynd var smellt af hópnum á leið okkar upp í mót fleiri ævintýrum í Fiðrildadal. Glöggt má sjá að karlmaður var fenginn til að taka myndina því höfuð ferðalanga mega þakka sínum sæla fyrir það að fá að vera með á myndinni, en berir fótleggir fegurra fljóða fá að njóta sín til fulls. Það er þó þakkarvert að andlitin skipta einhverju máli i þessu samhengi og fá að hanga inná fyrir mikla guðsmildi. Ég lísti yfir óánægju minni við myndasmiðinn og hann reyndi eftir fremsta megni að taka aðra mynd en þá þurfti hún endilega að vera upp á rönd og ekki nothæf fyrir vikið. Ég stal reyndar ómeðvitað einu fiðrildi og setti það í töskuna mína og ætlaði að hafa það með mér heim og færa Náttúrstofunni heima í héraði það að gjöf. Í sama mund og blessað fiðrildið var komið í töskuna mína og búið var að renna kirfilega fyrir, fór taskan öll að hristast og skjálfa og ég varð alveg hlessa á afli þessa óvart-stolna-fiðrildis. Þetta vakti óskipta athygli ferðafélaga minna og mikill hlátur fór að gera vart við sig, þegar ég áttaði mig á því, eftir miklar spekúlasjónir, að vekjarinn í símanum mínum var að andskotast og titraði taumlaust í töskunni. Af fiðrildinu er það að frétta að það braust úr töskunni við illan leik í stórmarkaði hér við hótelið eftir að ég kom heim og er að flögra stefnulaust um nágrennið í leit að ættingjum sínum og vinum.
Tyrkland skal heimsótt á morgun og hef ég það fyrir satt að tyrkneskir hermenn bíði við landamærin gráir fyrir járnum til að gæta að velferð Vertsins og hennar fylgdarliðs. Er um að ræða annað viðbúnaðarstig sem felur það í sér, að hópnum verður fylgt eftir hvert einasta skref. Ástæðan er sú að tyrkneskir karlmenn eru töluverð karlrembusvín og bera litla sem enga virðingu fyrir konum og telja þær álíka merkilegar og hvert annað húsgagn. Að sjálfsögðu ætlast ég til þess að tilhlýðileg virðing sé viðhöfð í minni návist og öruggara þótti því að hafa herinn í viðbragðsstöðu. Aðgerðin heitir Opration Crazy Woman og mun standa yfir allan morgundaginn, eða á meðan ég hef viðdvöl í landinu. Ég vonast þó eindregið til þess að ekki þurfi að grípa til vopna á meðan á heimsókn minni stendur og að enginn þurfi að vera fyrir voðaskoti. Lagt verður af stað til framandi heimsálfu í fyrramálið kl. 07:00 að staðartíma og ég hlakka til að bjóða tyrkneskum karlpungum byrginn. Þeir sem til þekkja vita að það er ekkert spennandi að mæta mér í ham og ég ætla að sýna allar klærnar þegar ég fer að prútta við kaupmenn glingurverslana á tyrkneskri grund.
Síestunni fer að ljúka. Ég blogga meðan aðrir leggja sig eða dúlla sér við hitt og þetta.
Bestu kveðjur heim
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 22. ágúst 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.8.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 635888
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm