Biggi Olgeirs í Kjallaranum á laugardagskvöld

Biggi OlgeirsBiggi Olgeirs ætlar að mæta galvaskur í Kjallarann á laugardagskvöldið og syngja ástarsöngva í bland við gleðisöngva af ýmsu tagi. Hann er hreint ótrúlega skemmtilegur þegar hann er í góðu stuði. Hann kann öll skemmtilegustu lögin og syngur karla- og kvenraddir í bland við drengjaraddir eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég tel næsta víst að allir sem vettlingi geta valdið fjölmenni í Einarshúsið til að hafa gaman, saman. Menn og konur geta látið vel að hvort öðru í skúmaskotum hér og þar því ástarvikan er handan við hornið eins og menn vita. Þó verður allt að vera innan velsæmis marka svo engum verði misboðið, en horft verður framhjá kossum og lítilsháttar gælum því litið verður á slíkt sem smá forleik að þvi sem koma skal í hinni margrómuðu Ástarviku í Bolungarvík.

 

 

 


Bloggfærslur 10. ágúst 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 635888

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband