The Pitchfork Rebellion í Kjallaranum

Föstudagskvöldið 6. júli mun The Pitchfork Rebellion eða " Heykvíslauppreisnin" leika í Kjallaranum í Einarshúsi. Þau hafa áður sótt gesti Einarshúss heim og kom það mér mjög á óvart hversu góð þau eru. Fanney syngur eins og engill og Héðinn, sem kallar sig Kisa, leikur undir á gítar af mikilli færni.  Það er einstaklega ljúft að hlusta á þau og enginn verður svikinn af því að eiga kvöldstund með þessu frábæra tónlistarfólki. Héðinn er barnabarn Völu Báru heitinnar og hún mun án efa hlusta með athygli á strákinn sinn spila og syngja fyrir okkur hin. Tónleikarnir eru í boði Vertsins í Víkinni.

Á laugardagskvöld verður einkasamkvæmi í Einarshúsi og báðir salir hafa verið leigðir út en Kjallarinn mun verða opinn frá kl. 22:30 og lítill fugl hefur hvíslað að mér að fólk ætli að fjölmenna. Hver veit nema ég geti reddað trúbador. Þeir liggja reyndar ekki á lausu þessa dagana en við sjáum til hvað setur.

Á sunnudag verður sjávarréttahlaðborð og pantanir eru þegar farnar að berast. Það er vissara að panta með fyrirvara ef þið viljið fá eitthvað gott í gogginn.

Þar fyrir utan eru allir velkomnir í kaffi og meðþví. Nóg er að gera og ég kvarta ekki.

HeydalurOkkur tókst að bregða okkur af bæ einn dag í vikunni og fórum í Ævintýradalinn í Heydal. Það var gott að taka sér smá frí frá erli dagsins og þar er gott að vera. Myndin af okkur mæðgunum er tekin í náttúrulaug sem þar sprettur upp úr jörðinni í öllu sínu veldi og bleytti í okkur stelpunum og ekki veitti af því eftir allan þurrkinn í sumar.


Bloggfærslur 6. júlí 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband