Tuttugu og eitt ár

Fyrir tuttugu og einu ári, þegar ég var tuttugu og eins árs fæddist lítill strákhnokki á fæðingardeild Landspítalans. Hann var 16 merkur og 56 sentímetrar. Þessi nýfæddi strákhnokki var afskaplega fríður sínum og fjarskalega fallegur enda töluvert líkur mömmu sinni ef vel var að gáð( í raun var hann ekkert líkur mér er samt fallegasta barnið sem hafði fæðst fram að þessu). Þegar hann leit í augun á nýbökuðum foreldrunum var ekki annað að sjá en að hann væri hæstánægður með að verða hluti af þessari litlu fjölskyldu. Hann var ljós yfirlitum og svo bjart var yfir þessu nýfædda barni að það birti yfir allri Reykjavík og næsta nágrenni. Þennan dag var sonurinn fæddur, þennan dag fæddist litli strákurinn minn.

Hann fékk nafnið Andri og það var vegna þess að okkur þótti það svo fallegt. Eitt nafn á einn lítinn strákpjakk töldum við vera nóg og stelpurnar mínar heita líka einu nafni.

Hann var ætíð nokkuð þægt barn en talaði mikið og gerir enn. Hann var mjög spurull um allt og ekkert. Öll hans skólaár var kvartað undan látlausum kjaftagangi í tímum en alltaf stóð hann samt sína plikt enda er strákurinn vel gefinn. Hann ætlar sér að verða atvinnuflugmaður en hann hefur haft mikinn áhuga á flugi frá því að hann var pínulítill.

Nú er hann orðinn rígfullorðinn og ráðsettur. Býr með sinni kærustu í Reykjavík og vinnur í mesta sollinum í löggunni og líkar vel. Hann er samt ennþá litli strákurinn minn og hann er ennþá hæstánægður með að vera hluti af fjölskyldunni sinni og er stoltur af systrum sínum og pabba sínum og mömmu. Honum finnst þó skrýtið hversu hratt hann eldist ef hann ber sig saman við mömmu sína sem staðið hefur í stað í mörg ár og hefur nánast ekkert breyst frá því að hún var tuttugu og eins. Ég er nokkuð viss að ekki líður á löngu þar til við verðum jafnaldrar. Mig langar að senda honum smá koss og knús í tilefni dagsins.


Bloggfærslur 26. júní 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 635892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband