15.6.2007 | 19:22
Einarshús á þjóðhátíðardaginn
Þjóðhátiðardagurinn er væntanlegur og mikið um að vera í bænum að vanda. Vertinn verður með dýrindis kaffihlaðborð og opnar í leiðinni sýningu á gömlum myndum Lárusar Benediktssonar sem mun verða varpað upp á skjáinn í Kjallaranum í sumar fyrir gesti og gangandi. Lárus hefur verið að safna gömlum myndum af húsum, bátum og ýmsu fleira efni tengdu Bolungarvík í tíu ár og á orðin stórt safn mynda sem einstklega skemmtilegt er að skoða.
Kjötsúpan sló í gegn í hádeginu í dag og húsið fylltist enda var ég búin að lofa bragðgóðri súpu sem myndi kitla bragðlaukanna. Ég stend venjulega við það sem ég segi. Óveðursský skaut upp kollinum sem setti Vertinn út af laginu um stund. Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir dagskrá þjóðhátíðardagsins í dreifibréfi sem sent er í hvert hús og notar tækifærið að auglýsa viðburði hjá samkeppnisaðila mínum í leiðinni. Það er súrt að þurfa að reka fyrirtæki í slíku umhverfi og mér féllust hendur eitt augnablik. Litlu munaði að ég semdi við Finnboga Bernódusson í Mjöllni og fengi hann til að smíða fyrir mig svo stór hjól að þau gætu passað undir Einarshúsið svo ég gæti tryllað því í burtu ásamt öllu mínu hafurtaski en ég veit að það myndi ekkert þýða að biðja Finnboga slíkrar bónar því hann vill hafa mig hér í bænum. Hann hefur á mér miklar mætur og virðir mig og það sem ég er að gera enda ríkir gagnkvæm virðing okkar á milli. Sem betur fer eru svo margir í Víkinni fögru sem eru traustir þegar á reynir og styðja við bakið á mér og leiða mig styrkri hendi þegar blæs á móti og það er ástæðan fyrir því að hér hef ég fest mínar rætur.
En maður brosir í gegnum tárin og heldur áfram enda ekkert annað að gera. Ég reyni að hafa það hugfast að bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ég verð aftur komin með sól í sinni þegar ég blogga næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.6.2007 | 01:10
Klætt í kjól og hvítt

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 01:06
Kjötsúpa að hætti hússins
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 15. júní 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 635892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm