19.5.2007 | 16:09
Grátt í fjöll
Það má með sanni segja að það hausti snemma þetta vorið því nú er hvítt ofan í miðjar hlíðar hér fyrir vestan. Móðir náttúra vefur fjöllin okkar hvítri slæðu og ekki er annað að sjá en hún sé hálf döpur á svip yfir þeim fréttum sem berast frá Flateyri um uppsagnir fjölda fólks hjá fiskverkuninni Kambi. Enn einu sinni verðum við að gefa í og berjast af enn meiri krafti en áður, enn einu sinni verðum við að vera bjartsýn og horfa fram á veginn í þeirri von að við náum landi úr þessum stormi og ólgandi stórsjó, enn einu sinni gefumst við ekki upp. Við verðum að stappa stálinu hvert í annað og gefa hvergi eftir í viðleitni okkar til að byggja upp og halda á.
Ómar Már var spyrill í Kjallarakeppninni í gær og fórst honum það vel úr hendi. Halla Signý og Siggi Gummi báru sigur úr býtum eftir æsispennandi keppni. Þar sem þetta er síðasta keppnin í bili voru veitt verðlaun þvers og kruss. Villi Valli blessaður karlinn fór heim með æði mörgum í nótt en geisladiskurinn með honum er ennþá vinsæll sem verðlaun í Einarshúsi við hin og þessi tækifæri. Á myndinni má sjá sigurvegara kvöldsins með verðlaunin sín glöð í bragði.
Á uppstigningadag var fjölskyldudagur hjá hestamönnum við hesthúsabyggðina í Syðridalnum. Þar gekk Vertinn hring eftir hring með æskulýðinn í Bolungarvík og var orðin hálfringluð af öllu þessu labbi með hrossið sem var ennþá ringlaðra en ég og skildi ekkert í öllum þessum börnum sem skríktu af ánægju á baki hans. Hringurinn var látlaust genginn rangsælis á móti sólu sem lét þó ekkert sjá sig þennan daginn enda upptekin við að skína á einhverja aðra. Ég varð þó glögglega vör við það að sá sem upp til himna steig á þessum degi og situr við hægri hönd guðs föðurs almáttugs horfði með velþóknun niður til okkar og nikkaði til mín höfði með brosi. Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki sagði hann eitt sinn og gleðibros barnanna sem þáðu far á hestunum okkar hefur án efa glatt þennan mæta mann sem við leitum hugganar hjá þegar við eigum í vanda og vantar styrk. Það er nauðsynlegt að geta trúað á eitthvað gott. Dagurinn heppnaðist vel í alla staði og allir voru ánægðir.
Andri minn er komin í lögregluna í Reykjavík og ætlar sér að vinna þar í sumar. Hann fær alveg örugglega að vinna fyrir kaupinu sínu í látunum þar. Þau laun sem þessum vesalings mönnum er boðið upp á í lögguni eru ekki til að hrópa húrra fyrir og það hlítur að vera komin tími til að endurskoða þau í harnandi heimi. Ég á kannski eftir að fjalla um það nánar síðar. Þórunn kærastan hans vinnur hjá póstinum í sumar svo þau eru í þokkalega góðum málum.
Elsa verður að vinna í Einarshúsinu hjá mér í sumar ásamt fleiri kjarnakonum. Við verðum væntanlega fjórar fastar og ég er senn búin að ráða þær sem ég treysti best til þeirra starfa.
Lilja litla er atvinnulaus sem stendur en væri til í smá barnapössun ef einhverjum vantar góða pössunarpíu.
Stend nú í stórvöfflubakstri því ég bauð fjölskyldunni minni í kaffi og vöfflur. Bið að heilsa og hafið það gott í dag.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 19. maí 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm