11.5.2007 | 12:28
Spilavist í Kjallaranum
Spilavistin er í kvöld og mun án efa verða tekist á í nóló og grandi. Stundum má heyra saumnál detta þegar einbeitingin nær hámarki og langleiddustu spilafíklarnir ná yfirhöndinni í spilamennskunni. Verðlaunin hingað til hafa að mestu leyti verði kertastjakar eða blómavasar en ég tel næsta víst að tími sé kominn til að auka aðeins á fjölbreytnina og hafa eitthvað annað í verðlaun. Kannski kaupi ég kertavasa eða blómastjaka svona til að auka á flóru verðlaunagripa í spilavist. Hver veit. Kannski verða vínber og ostar líka í boði í kvöld. Aðgangur er 500 krónur og rennur allur ágóði í að kaupa verðlaun og vínber fyrir ykkur kæru gestir. Á myndinni hér til hliðar má sjá vænlega verta að vestan.
Forkeppnin euróvísion var í gær og þó nokkur fjöldi mætti í Kjallarann. Eiki rauði komst ekki áfram þrátt fyrir að hafa verið langflottastur með rauða makkann og leðurbuxurnar. Aðalkeppnin verður ekki eins spennandi fyrir vikið en maður tekur þess eins og hverju öðru hundsbiti í hæl og finnur sér bara einhvern annan til að halda með. Það voru nokkur góð lög í boði svo það verða varla vandræði að finna hentuga flytjendur til að halda með.
Viðtalið við Vertinn kom í gærkvöldi í Ísland í dag og mér fannst þetta nokkuð gott viðtal svo ég segi sjálf frá. Ég var ekkert álkuleg á svipinn, hárið á mér var bara til friðs og ég sagði bara heilmikið af viti. Merkilegt nokk. Góð auglýsing fyrir Einarshúsið og það sem við erum að gera þar. Þeir sem misstu af því geta horft á það á netinu. Ég var jákvæð í garð byggðarlagsins og talaði vel um mitt fólk. Ég tel það skipta miklu máli fyrir fólkið í landinu að finna að hér býr jákætt og gott fólk. Neikvæðar fréttir úr Bolungarvík skila engu fyrir fólkið sem hér býr og er að reyna að bjarga sér með miklum dugnaði.
Verum því jákvæð og lítum björtum augum til framtíðar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 11. maí 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm