Pabbi

Afmælisdagurinn hans pabba er í dag en þessi unglingur er 84 ára gamall og ber aldurinn furðuvel Afi_t_ffari[1]enda sprækur og hress. Hann hefur alla tíð verið dugnaðarforkur og líf hans einkennst af vinnu og atorkusemi. Hann er enn að þrátt fyrir þennan aldur og herðir steinbít og ýsu af miklum móð og færir okkur með stolti enda ber harðfiskurinn hans af hvað bragð og gæði snertir. Pabbi er sonur Ragnars Jóhannssonar frá Garðsstöðum og Ragnheiðar Jónsdóttur en Guðjón Jónsson og Margrét Halldórsdóttir tóku hann í fóstur mjög ungan og ólu hann upp í Bolungarvík. Hann hefur alla tíð átt heima hér í bænum þótt hann hafi silgt um öll heimsins höf á sínum yngri árum kom hann alltaf aftur heim. Hann átti trillu með afa og sótti sjóinn stíft um árabil og þótti fiskinn með afbrigðum. Hann er geðprúður maður, glaðvær og afskaplega fallegur. Ég hef ella tíð verið sögð lík honum og ef miðað er við ofangreinda lýsingu sjá allir að það er ekki leiðum að líkast.

GrímurBæjarstjórnarfundurinn fór vel fram og var frekar létt yfir mannskapnum. Ég bauð bæjarstjóranum að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og hann ætlaði að hugsa málið og fá að sofa á því örlitla stund en eins og sjá má á myndinni þá er hann hugsandi og dreyminn er hann heldur á kristalstæru bergvatni merktu x-D. Hann svolgraði hið ískalda og ljúffenga vatn með áfergju úr flöskunni og þótti það vera bragðgott og naut hvers sopa.  Ég tel það næsta víst að hann svari mér fljótlega og er nokkuð bjartsýn á að hann gangi fagnandi til liðs vÚtlendingar læra íslenskuið okkur.

Súpuhópur beið mín eftir bæjarstjórnarfundinn svo næstu skref voru stigin ofan í Einarshús en þar var uppskeruhátið á íslenskunámskeiði sem haldið var fyrir útlendinga. Þar var glatt á hjalla og mikið gaman og mikið fjör. Ég auðvitað trauð mér með í samkvæmið enda mikil selskaps og samkvæmismanneskja og borðaði pólskar kökur og hlustaði á fransmann og drakk íslenskt kaffi með. Það er alltaf gaman að vera innan um skemmtilegt fólk. Á myndinni má sjá þennan föngulega hóp ásamt kennurum sínum þeim Elísabetu Guðmundsdóttur og Björgvini Bjarnasyni. Alain sómir sér vel innan um pólverjanna en hann bjó í Einarshúsi til margra ára og þekkir því vel til hússins.

 


Spilavist í kvöld

Spilavistin heldur áfram í kvöld að vanda og ekki þarf að spyrja að því að vegleg verðlaun eru i boði fyrir sigurvegarana. Spilavistin hefst kl. 21:00 og mæta þarf tímanlega til að fá borð. Spilað var á sjö borðum í síðustu spilavist og þá bauð Vertinn upp á vínber, kex og osta. Hann var reyndar fjarri góðu gamni þá en eins og þið munið dvaldi hann í höfuðborginni. Nú tek ég á móti ykkur galvösk og hver veit nema ég bjóði upp á eitthvað gott í gogginn. Það gæti borgað sig að mæta.

Bloggfærslur 27. apríl 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband