23.4.2007 | 22:35
Glæstar og glitrandi
Ég var varla búin að þurrka stýrurnar úr augunum í morgun þegar Inga Lind, hin margfræga sjónvarpskona frá Stöð 2 hringdi og vildi fá að hitta mig í Einarshúsinu. Ég varð að sjálfsögðu við þeirri bón enda er ég bóngóð með afbrigðum. Hún kom með sitt geislandi bros og ljómaði er hún kom inn í Kjallarann og sá hvaða dýrgrip þetta hús hefur að geyma. það kom mér frekar á óvart hvað hún var stutt i annan endann en eftir myndinni hér til hliðað að dæma þá erum við svipaðar á hæð, þannig að ég hlít að vera frekar smávaxin. Ég bauð upp á súpu og brauð að bolvískum sið og Grímur bæjarstjóri fékk að fljóta með í hádegisverðinn enda sársvangur. Heilmikið viðtal var tekið við Vertinn og fórst honum það afskaplega vel úr hendi. Það á reyndar eftir að koma í ljós hversu aulalega mér tókst að koma því frá mér sem ég ætlaði að segja af svo mikilli visku. Ég fór á hundavaði yfir sögu hússins og brosti út í eitt til að sýnast gáfulegri. Hárið á mér stóð reyndar allt út í loftið eins og á fuglahræðu en gyllta vestið sem ég klæddist fór ágætlega við hið glansandi yfirbragð Vertsins svo ég bind vonir við að fólk veiti því óskipta athygli og hárið á mér verði ekki eins áberandi fyrir vikið. Eins og sjá má á myndinni fóru þarna glæstar og glitrandi dásemdarljós og tel ég mig ekki gera of mikið úr glæsileik okkar og þokka.
Í heimsókn minni til Ísafjarðar í dag sótti ég Reynir Torfason frænda minn og málara heim en hann opnar málverkasýningu í Einarshúsi 1. mai og er í óða önn að ganga frá málverkum og ramma þau inn fyrir þann viðburð. Ég smellti nokkrum myndum af kappanum heima hjá honum og Gýgju konunni hans. Ég hlakka til að fá myndirnar hans á veggina í Einarshúsinu og það verður gaman að njóta þeirra þar. Reynir og mamma eru systrabörn svo við erum nokkuð tengd.
Annars hefur dagurinn farið í Víkarann en ég er farin að sinna honum ansi mikið miðað við efni og aðstæður. Það geri ég trúlega af því ég hef svo óskaplega gaman af þessu. Mér finnst reglulega skemmtilegt að setja fréttir inn á Víkarann og er svo sæl með að hafa tekið að mér að sinna þessum netmiðli.
Tengdapabbi leggst undir hnífinn á morgun en skera á í burtu krabbameinsæxli úr lifrinni hans sem gert hafa sig heimakomin í óþökk allra. Vonandi fer það allt saman vel.
Konungur hafsins hefur verið í ham í dag og frussar og freyðir á haffletinum. Ægir er eitthvað pirraður og lætur það bitna á okkur. Honum verður vonandi runnin reiðin á morgun.
Ætli ég fari ekki að láta hér staðar numið. Ævintýrin bíða handan við hornið svo það er eins gott að ég verði þá velhvíld til að takast á við nýjan dag.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 23. apríl 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm