21.4.2007 | 13:02
Sumarið er farið
Sumarið virðist vera fokið út í veður ef vind ef marka má þann snjóstorm sem æðir um holt og hæðir í dag. Norðangarrinn bítur í kinnar og Kári jötunnmóð er í essinu sínu. Ekki veit ég hver hefur boðið honum að koma til baka en trúlega er hann að mótmæla því að hann þurfi að hopa fyrir sumri og sól. Harpa virðist ekki hafa bolmagn til að halda honum í skefjum en hún fer væntanlega að blása til sóknar og koma karlinum frá innan tíðar. Ekki má þó láta veðrið hafa nein áhrif á sig og við höldum á inn í sumarið hægt og sígandi. Á mínum bæ eru sólarlandaferðir skoðaðar í gríð og erg og hugurinn stefnir á sól og sand í sumar. Tilhugsunin um að skorða rassinn í sandinn á ströndinni og hlusta á sjávarniðinn og finna löðrið leika um fætur sér er ljúf og góð. Hver veit nema við skellum okkur í sumar með allan krakkahópinn.
Kjallarakeppnin var stórskemmtileg að vanda og Doddi stóð sig hið besta og spurði skemmtilega. Sigurvegarar kvöldsins voru systkinin Hrafnhildur og Elvar en þau hafa ítrekað verið nærri búin að vinna en alltaf beðið aðeins lægri hlut eða verið óheppin. Einu sinn skildi einn meter þau og sigurliðið að þegar Geiri spurði um lengdina á bátnum sínum henni Sirrý í bráðabana. Systkinin svöruðu því til að báturinn væri 11 metrar en hann er einum metra lengri. Það rættist vel úr kvöldinu og slatti af liði heimsótti mig í Kjallarann. Björgvin Halldórsson söng yfir gestunum og vel var tekið undir enda er karlinn bolur inn við bein og fjári góður. Sumum þótti þó sopinn betri en öðrum en það er eins og það er. Bakkus hefur mismikil tök á fólki og oftar en ekki hefur hann töglin og haldirnar hjá þeim sem sem fylgja honum hvað fastast eftir.
Dagurinn í dag bíður upp á smá tiltekt og hver veit nema einhverjum útvöldum verði boði í kvöldmat. Ég þekki eina vesalings húsmóður hér í bæ sem er grasekkja og er í óða önn að pakka sig niður því ún hyggur á flutninga suður í sollinn. Ef þú ert að lesa, kerling, þá stattu klár í kvöld.
Stóra skipsstýrið er farið og prýðir nú sýningu í Borgarnesi og verður þar fram í september. Það er auðvitað töluverður missir af stýrinu en það er nóg annað sem glepur augað. Botninn á bjórglasinu er trúlega það helsta sem fólk gjóar augunum til á góðum stundum í Kjallaranum og það er bara gott mál fyrir Vertinn.
Að öðru leiti er allt í fína og dagurinn lofar góðu þrátt fyrir smá éljagang. Þvotturinn bíður eftir að verða brotinn saman og eitthvað smálegt hér og þar vill fara að komast ofan í skúffur og upp í skápa. Á svona dögum er líka gott að taka hlutunum með ró og njóta þess að eiga gott heimili og hlýja og notalega sæng til að skríða undir er vindurinn næðir um fjallahring.
Læt kannski heyra í mér síðar í dag.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 21. apríl 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm