20.4.2007 | 00:34
Doddi á Kjallarakeppni
Doddi verður spyrill í Kjallarakeppninni í kvöld og hefur hann verið undir feldi ásamt Þorgeiri ljósvetningagoða undanfarna daga við að semja spurningar. Það er trúlega betra að undirbúa sig vel undir kvöldið því það þarf án efa að brjóta heilann töluvert er svara þarf spurningunum hans. Hann var fenginn til að grafa frá Einarshúsinu í vikunni til að koma frárennslismálum í lag og vildi hann ólmur grafa sig inn í bjórkútinn sem varðveittur er á barnum. Það vildi til að Óli Óla hafði vitið fyrir honum og stoppaði hann af. Þið getið þessvegna verið nokkuð örugg um það að nægur gleðivökvi verður til um helgina. Þarna á myndinni sjáið þið kappann glaðbeittan á stóra vörubílnum.
Annars er dagurinn búinn að vera stórskemmtilegur. Það var mjög gaman upp á Skálavíkurheiðinni og ég renndi mér eins og litlu börnin niður brekkurnar og skemmti mér hið besta. Í fyrstu ferðinni kom Halla Signý með mér upp og mátti litlu muna að snjóbíllinn gæfist upp á miðri leið því trúlega hefur honum þótt við vera of þungar svona samanlagt ef miðað er við hæð. Við héldum dauðahaldi í sleðana okkar og skelfingarsvipurinn lísti upp dalinn en upp komumst við þó og meira að segja niður aftur á fleygiferð. Ég læddi mér á snjósleðann hjá Reimari og það var eins og að sitja í hægindastól heima í stofu, þægindin voru þvílík. Svona þeystist ég um fjöll og firnindi í dag bæði á sleða og stórri uppblásinni slöngu og það var sko gaman. Þetta er gott framtak hjá björgunarsveitinni og heilsubænum.
Trampólínið okkar er komið upp í garðinum og það er ein af mínum uppáhaldsstundum að hoppa þar. Það kitlar svo hláturtaugaranar hjá mér að það hálfa er nóg og það sameinar góða líkamsþjálfun og príðisskemmtun. Við Lilja hoppuðum hæð okkar af kæti nú í kvöld og ætluðum aldrei að hafa okkur inn. Ég hoppaði nánast hvern einasta dag í allt fyrra sumar og fór oft svo hátt að fuglar himins horfðu á mig með forundran. Þetta er æðislega gaman og þið ættuð að prófa. Um að gera að vera búin að prófa sem flest ef ske kynni að maður færi að taka upp á þeim leiða ósið að hrökkva upp af.
Ég hef alveg gleymt að geta þess að ég setti smá pistil af afdrifum mínum í höfuðborginni á dögunum á síðu sjávarútvegsráðherrans. Þar læt ég móðan mása um allt og ekkert en þó aðalega um lokahófið sem haldið var á Brodway. Þar fór Geir Haarde á kostum og bæði dansaði og söng. Hann þurfti reyndar enn einu sinni að fara heim af ballinu með næstsætustu stelpunni því Vertinn fór ein heim enda ekki á lausu og harðgift. Þarna fer brandari sem allir þekkja og bráðnauðsynlegt að setja í nýjan búning við og við. Á myndinni hér til hliðar má sjá síkáta Sjálfstæðismenn brosandi á Brodway í góðum gír á góðri stundu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. apríl 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm