18.4.2007 | 16:42
Óbeisluð fegurð
Myndin hér til hliðar er tekin af mér sl. sumar. Þarna er ég hvorki komin með nýju tennurnar né hætt að drekka. Auður systir er reyndar búin að komast í tæri við myndina af Vertinum og gera örlitlar breytingar. Vonandi teljast þær ekki til bóta.
Keppnin um óbeislaða fegurð er í kvöld.
Hefði ég kannski átt að taka þátt??
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.4.2007 | 00:26
Komin heim
Það mundaði minnstu að ég missti af flugvélinni í morgun vegna umferðar. Ártúnsbrekkan var full af bílum og röðin náði eins langt og augað eygði. HVERNIG NENNIÐ ÞIÐ ÞESSU?? Ég er þessi óþolinmæða týpa og færi yfir um á taugum ef ég þyrfti að standi í þessu á hverjum morgni. Það skal engan undra að mengun sé yfir henni Reykjavík við viss skilyrði.
Ég kom hlaupandi inn á flugstöðina hlaðin töskum og pinklum og rétt gat munstrað mig inn áður en vélin tók sig á loft. Ég fékk sæti framarlega og sat hjá Kristni Gunnarssyni sem var á leið til Ísafjarðar á stjórnmálafund sem haldinn var í kvöld í beinni útsendingu. Vélin var full af fjölmiðlafólki sem og þigmönnum svo Vertinn féll vel inn í hóp þekktra einstaklinga í þjóðfélaginu. Flugferðin var alveg stórgóð enda veðrið með afbrigðum gott og útsýni mikið. Sólageislarnir dönsuðu yfir henni Reykjavík í flugtakinu og Perlan var líkt og eðalgeimsteinn er sunna lét geisla sína leika um það tignarlega hús. Vélin kom reyndar niður í Djúpið nokkuð utarlega og stórbrotið var að upplifa hvernig tignarlegu fjöllin hér fyrir vestan breiddu faðminn á móti mér og buðu mig velkomna heim aftur. Þau voru farin að sakna mín og ég þeirra. Það er gott að vera komin heim.
Súpufundur Sjálfstæðismanna er í hádeginu á morgun í Einarhúsi og munu Einar Kristinn og Birna mæta og heyra í fólki. Allir eru velkomnir. Ég ætla að elda súpu ofan í mannskapinn. Það er reyndar rennt blint í sjóinn hversu margir mæta og þess vegna erfitt að finna út hversu mikið ég á að elda en það verður að hafa sinn gang. Lion er svo annaðkvöld og þá elda ég eitthvað gómsætt ofan í karlana. Morgundagurinn er því fullbókaður í eldamennsku.
Dægurmál | Breytt 22.4.2007 kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 18. apríl 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm