Föstudagurinn þrettándi

Vertinn og EinarFöstudagurinn þrettándi rennur brátt sitt skeið á enda vandræðalaust. Engin óhöpp hafa hent Vertinn að neinu gangi og má telja guðs mildi ég skildi ekki keyra á neinn því aksturslagið er ekki alltaf eins og best verður á kostið. Tónlistin er svo há að ég heyri ekki hvenær ég á að skipta um gír og þen tíkina því þannig að það ríkur nánast upp úr húddinu. Ég er ekki vön beinskiptum bíl og gírskiptingar fara því stundum fyrir ofan garð og neðan.

Sjávarútvegsráðherrann brosti sínu blíðasta á Landsfundinum í dag enda var Vertinn  í góðu skapi og fékkst til að sitja fyrir á mynd ásamt ráðherranum og ekki er annað að sjá að þessi tvö myndist þokkalega vel. Þið þekkið auðvita öll mína minnimáttarkennd og vitið að ég er ekkert fyrir myndatökur eða að láta bera á mér. Ég gerði þetta svona meira fyrir Einar. Hárið er reyndar úfið en það hefur hrokknast svo mikið með aldrinum að það hálfa væri nóg. Teiti var í boði í kvöld fyrir sjálfstæðismenn í Norðvestukjördæmi í Safnaðarheimili Háteigskirkju og þar fórum við með bænir og báðum þann sem öllu ræður að blessa framboðið. Svo fengum við okkur snittur og sumir breyttu vatni í vín og skemmtu sér hið besta. Vertinn hélt sig á mottunni og fylgdist með og hafði sig ekki eins mikið í frammi og oft áður enda þreyta farin að láta ögn bera á sér. 

Lítið var sofið í nótt út af tannverkjum svo Vertinn kom snemma heim og fer því snemma í háttinn eftir óhappalausan dag.

 

 

 


Bloggfærslur 13. apríl 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband