8.3.2007 | 22:42
Átján ár
Í dag eru liðin átján ár síðan stórt snjóflóð féll á Óshliðina og tók með sér tvo menn. Tvo unga menn sem áttu allt lífið framundan og höfðu stóra drauma og vonir og væntingar um framtíðina. Þeir áttu báðir fjölskyldur og voru búsettir í Bolungarvík. Bjarki og Skarphéðinn voru á leið til vinnu sinnar inn á Ísafjörð og úti var kafaldsbylur og mikið hafði kyngt niður af sjó. Þeir urðu að stöðva við gil sem er rétt utan við Haldið sem Krossinn stendur við, en þar hafði fallið snjóflóð. Þeir ákváðu að ganga upp á flóðið til að kanna umfang þess og þá skipti engum togum að önnur spýja féll og hrifsaði þá með sér út í sjó. Sá harmleikur sem þarna átti sér stað fellur aldrei úr minni. Eftir þó nokkra leit fannst annar maðurinn en Bjarki heitinn liggur í votri gröf og stendur vörð um hetjur hafsins. Bolungarvík var sem lömuð og tilfinningin sem bjó um sig í hjörtum manna er ógleymanleg. Þvílík sorg og þvílíkur söknuður. Það er synd að ljósið þeirra skildi ekki fá að loga lengur en minningin um að hafa fengið að feta hluta úr sinni lífsleið með þeim er svo dýrmæt. Ég segi það svo oft að minningarnar sem við eigum, hvort sem þær eru góðar eða slæmar eru eitt það dýrmætasta sem hver maður á.
Ég og Bjarki vorum perluvinir þegar ég er unglingur og við brölluðum mikið saman. Hann kenndi mér að taka handbremsu beyjur á afmælisdaginn minn þegar ég fékk bílprófið svo lögreglunni þótti nóg um og tók mig á teppið. Hann stal eina nóttina hjólbörunum frá Tóta Eyjólfs gamla og bauð mér út á rúntinn á þeim. Hann bauð mér og stelpunum á Laugaból til að sýna okkur óðalsetrið sitt. Hann og Bogga bjuggu á "Hótelinu" svokallaða og þar var ég fastagestur. Allt eru þetta svo góðar og skemmtilegar minningar sem gott er að leita uppi á svona stundum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2007 | 20:41
The Pitchfork Rebellion
The Pitchfork Rebellion í Kjallaranum á laugardagskvöldið 10. mars | ||
The Pitchfork Rebellion leikur í Kjallaranum á laugardagskvöldið og hefjast tónleikarnir kl. 23:00. Fanney syngur og Kisi spilar á gítar og kazoo. Þau spila mest gömul sígild djasslög, svo sem Ellu Fitzgerald, Ninu Simone og Frank Sinatra, en einnig er af finna nýlegra efna á dagskránni. Aðgangur er ókeypis og eru Bolvíkingar og nærsveitamenn hvattir til að mæta. |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 17:35
Halla á Kjallarakeppni
Halla Signý verður spyrill í Kjallarakeppninni á föstudagskvöldið 9. mars | ||
|
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 8. mars 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm