Frjósemisbragur

Lag: Flagarabragur

 

Í bænum hefur bæjarbúum undanfarið fækkað

og tíðni barnafæðinga í framhaldinu lækkað

en ráð við þessu reiðileysi vissi engin maður

og Víkin var að verða einn­, vesæll eymdarstaður.

 

Við þetta ástand Bolvíkingar vildu ekki una

af vörum manna heyrðust bæði andvörp þung og stuna

Hjá Sossu ekki heillaráðin bæjarbúa sviku

því nú við skildum sofa hjá, í ágúst eina viku.

 

Viðlag:

Ó, já þá skulum hafa gaman

í ástarleikjum ýmisskonar gamna okkur saman.

Ef þátttakendur ástarviku héldu sínu spori

mun ástarinnar ávöxtur, fæðast nú að vori.

 

Og strax var hafist handa við að fjölga hér í bænum

því hérna þurfti kraftaverk og það í einum grænum

Svo lýsa varð með rauðum ljósum bolvískt næturhúmið

því lokka varð nú elskendur, beina leið í rúmið.

 

Í öðru hverju skúmaskoti sáð var ástarfræjum

svo hér var meira líf en er í flestum öðrum bæjum.

Og margir áttu meiri háttar unaðskrem í krukkum

sem mýkti upp og slétti úr, millifóta hrukkum

 

Viðlag:

Ó, já þá skulum hafa gaman

í ástarleikjum ýmisskonar gamna okkur saman.

Ef þátttakendur ástarviku héldu sínu spori

mun ástarinnar ávöxtur, fæðast nú að vori.

 

Hjá sumum reyndust vandamál sem nánar varð að skoða

ef verma skildi kynlífs kul og margra ára doða.

Í lyfjabúð þá skundað var ef leita þurfti ráða

því lífga varð í snarhasti, þróttlausa og þjáða.

 

Á apóteki afsláttur var veittur út á visa

og viagra var tuggið, til að fá hann til að rísa.

Með tilhlökkun þá turtildúfur brugðu sér í bólið

og taumlaus reyndist ástríðan, ef funkeraði tólið.

 

Viðlag:

Ó, já þá skulum hafa gaman

í ástarleikjum ýmisskonar gamna okkur saman.

Ef þátttakendur ástarviku héldu sínu spori

mun ástarinnar ávöxtur, fæðast nú að vori.

 

Þá varla þessa vikuna var tími til að vinna

því náttúrunnar kalli varð í sífellu að sinna,

og ekki mátti tímanum í óþarfa að sóa

því margvíslegar stellingar, þurfti nú að prófa

 

Að fjölga hér í bænum flestir settu þá á oddinn

og fagnandi svo bæjarbúar fengu sér á broddinn.

Nú eftir næstu ástarviku erfitt er að bíða

því öllum hérna langar svo, upp í rúm að ..............sofa?

 

Viðlag:

Ó, já þá skulum hafa gaman

í ástarleikjum ýmisskonar gamna okkur saman.

Ef þátttakendur ástarviku héldu sínu spori

mun ástarinnar ávöxtur, fæðast nú að vori.

 

Þorrablótið 2005

Höf: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir


Bloggfærslur 28. mars 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband