Seiðandi, sjóðheit og sæt

Ég eignaðist einkaflugmann í gær. Andri stóðst prófið með ágætum enda ekki við öðru að búast, strákurinn er bráðskarpur eins og mamma sín. Ég get ekki séð að ég geti vikið mér undan því að fljúga með honum fljótlega. Mig grunar þó að hann eigi eftir að taka mig á taugum, fljúga á hvolfi, taka nokkur stoll og æfa nauðlendingar með kerlinguna innanborðs. Sá fær þá á baukinn. Hann hefur tekið sólópróf í svifflugi en ég tel það stórhættulegt og bara fyrir ofurhuga og upp í svifflugu fer ég aldrei í lífinu alveg sama hvað tautar og raular.

Ég var boðin í skötu til mömmu eftir bæjarstjórnarfundinn og hún rann ljúflega niður. Þrif biðu í Einarshúsinu því súpufundur Sjálfstæðismanna er í hádeginu á dag, föstudag. Þar heimsækja okkur þingmenn kjördæmisins og fékk ég Dóru Línu sem er mikill snillingur í súpugerð til að elda fiskisúpu. Sjálfstæðismenn hittast alltaf í súpu í hádeginu annan föstudag í hverjum mánuði og þar eru bæjarfulltrúar viðstaddir til skrafs og ráðagerða.

Úrskurður kom varðandi veikindi tengdapabba. Það var eins og við var að búast, krabbamein hefur tekið sér bólfestu í honum og hreiðrað um sig bæði í ristli og lifur. Búið var að fjarlæga æxlið úr ristlinum og góðar fréttir bárust í gær um að hægt væri að taka meinið úr lifrinni líka en það telst til undantekninga að það sé hægt. Þannig að reglulega góðar fréttir bárust í bland við þær slæmu svo þetta jafnaðist aðeins út. Það er því full ástæða til bjartsýni og við horfum fram á veginn jákvæð og vongóð. Karlinn er frekar hress enda geðgóður með afbrigðum og lætur ekki á því bera að þetta komi honum úr jafnvægi.  

Hef haft af því spurnir að það sé flókin aðgerð að setja inn athugasemdir á bloggið mitt. Nú á að vera búið að færa það til betri vegar svo nú á það að vera auðvelt og ekkert mál. Ég var farin að halda að engin ykkar kynni að skrifa svo nú er lag að fara að koma með innlegg í umræðuna. Það er svo skemmtilegt ef ég fæ að heyra ykkur segja mér hvað ég sé æðislega skemmtileg, seiðandi, sjóðheit og sæt.

Nú er ég komin með óráð eins og þig heyrið og tel tímabært að ég hætti þessu bulli og fari og halla mér.

Verð vonandi komin með ráð og rænu þegar ég blogga næst.

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 9. febrúar 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 635895

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband