26.2.2007 | 22:41
Afmælisbragur
Gummi Addýar varð fimmtugur fyrir skemmstu. Eftirfarandi brag orti ég í tilefni þessara tímamóta fyrir systkini hans og söng Runólfur Pétursson hann fyrir afmælisbarnið úti á Kanarýeyjum.
Gummi Einars fimmtugur.
Lag: Í Bolungarvíkinni.
Á Kanarý eyjum með Gumma er gaman
og galvösk við syngjum hér örlítinn brag.
Af sérstöku tilefni komum hér saman
því sjóarinn sigldi á afmæli í dag.
Hvorki er kappinn neitt gugginn né grár
þótt gírugur kveðji hér fimmtíu ár.
Trall..........
Hann ólst upp í samrýmdum systkinaflokki
við Völusteinsstrætið þau áttu sér skjól.
En ódæll oft þótti sá fyrrnefndi hnokki
sem ólmaðist daglangt um byggðir og ból.
Á Laugarvatn lagði með nesti og skó
þá læddist um heimilið friður og ró.
Trall...............
Við borðtennis borðið oft hrósaði happi
þá baráttuviljinn vill hlaupa í strák.
Svo leikandi léttur oft etjar hann kappi
hann liðtækur liðsmaður þykir í skák.
Ef leikurinn tapast þá tryllist um hæl
og taflmönnum fleygir um staðinn með stæl.
Trall......
Einn dag var sem himinn opnaðist heiður
er hugumstór gekk inn á Syðridalsvöll.
Þar blasti við golfvöllur glæstur og breiður
en þar með er sagan sko hreint ekki öll.
Nú keppir sá kylfingur léttur í lund
hér heima sem úti á erlendri grund.
Trall....
Á gítarinn glamrar og tryllir og tætir
og telur sig sýna þar meistaratakt.
Ballöður Bowies hann vafalaust bætir,
en bagalegt hvað er á Ásgerði lagt.
Það þreytir þó stundum það sagt er með sann
að þola svo tónelskan hljómlistarmann.
Trall............
Svo fengsæll og fiskinn á fyrirtaks fleytum
af festu hann siglir um sæfesta Dröfn
á Einari Hálfdáns á vordegi heitum
með fullfermi kemur hann ætíð í höfn.
Við stefnið hann heimsmetin staðfastur slær
þá skipstjóri ársins svo glaðlega hlær.
Trall...........
Við mömmu oft kenndur er títtnefndur peyi
því Gumm´i hennar Addýar hljómar svo vel.
Hann leysir oft vindinn á góðviðrisdegi
þá búkhljóðin óma um móa og mel.
Hann er sínum nánustu traustur og trúr
húmorinn góður, en örlítið klúr.
Trall....
Að endingu viljum þér óska til handa
þú ætíð hér gangir um gæfunnar dyr.
Áfram þú siglir til ókunnra stranda
í seglin þú fáir svo blússandi byr.
Þér færum af fögnuði afmælisbrag
og óskum til lukku með daginn í dag.
Trall............
Höfundur:Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Til lukku með fimmtíu árin góði granni.
Dægurmál | Breytt 27.2.2007 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 26. febrúar 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 635895
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm