Vinir Valda í Kjallaranum

Vinir Valda í Kjallaranum á föstudagskvöld

Kjallarinn er í Einarshúsi við Hafnargötu
Nýstofnað stórband valinkunnra tónlistarmanna úr vinahópi Valdimars Olgeirssonar leikur fram á rauða nótt eftir hið árlega Kútmagakvöld Lionsmanna og er aðgangur ókeypis. Bandið skipa Valdimar Olgerisson sem syngur og leikur á bassa, Benni Sig. sem þenur raddböndin af sinni alkunnu snilld, Magnús Hávarðarson sem leikur á gítar og Kristinn Gauti Einarsson sem spilar á slagverk. Von er á fleiri gesta spilurum og söngvurum til að troða upp með hljómsveitinni þetta kvöld því Valdimar er vinamargur og vinsæll.

Allar konur fá frían fyrsta drykkinn við komuna í Kjallarann og tilboð verða í gömlu kolageymslunni fram til klukkan eitt um nóttina.

Kjallarakeppnin

Jón Steinar spyrill í Kjallarakeppninni í kvöld

Kjallarinn er í Einarshúsi við Hafnargötu
Jón Steinar Guðmundsson verður spyrill í þriðju "Kjallarakeppni" ársins en svo nefnist spurningakeppni í léttum dúr sem fer fram á kránni Kjallaranum í Einarshúsi í Bolungarvík. Spurningakeppnin gengur almennt undir heitinu "Pub-Quiz" og fer þannig fram að gestir Kjallarans svara 30 spurningum og hlýtur sigurvegari kvöldsins að launum vegleg verðlaun í fljótandi formi. Tveir keppendur mynda hvert lið og er öllum heimil þátttaka. Keppnin er að þessu sinni á fimmtudagskvöldi og hefst kl. 22.00.

Bloggfærslur 22. febrúar 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 635895

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband