18.2.2007 | 22:49
Höfuðborgin heimsótt
Sagnakvöldið fór vel fram og Drangabræður fóru með rímur og sögðu sögur af hjartans list. Vertinn fékk sinn skerf að sögum sem fluttar voru í bundnu máli og er það alltaf skemmtilegt þegar einhver hefur fyrir því að yrkja bögu um eitthvað ámóta skemmtilegt og mann sjálfan. Kvöldið fór vel fram og reytingur var að gera, en ég hefði viljað sjá fleiri gesti á sagnakvöldinu, það hefði án efa skapað meiri stemningu. Þetta var mjög gaman engu að síður.
Flugfélag Íslands afhenti mér rós á flugvellinum í tilefni Konudagsins og tók ómakið af bóndanum. Það hafði reyndar alveg farið fram hjá mér að þessi tiltekni Konudagur væri í dag og það kom satt best að segja dálítð fát á mig þegar Finnbogi flugvallarstarfsmaður rétti mér rauða rós svona upp úr þurru. Ég hélt sem snöggvast að hann væri að biðja mín og var hálf ráðvillt um stund en áttaði mig fljótlega á því hvers kyns var. Allar konur fengu rauðar rósir í dag frá Flugfélagi Íslands og er það fagnaðarefni að þeir skuli hafa efni á slíkum munaði. Þess ber að geta að flugfarið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur kostar jafn mikið ef ekki meira en flugfar kostar til London og ég verð alltaf jafn undrandi á því hvernig geti staðið á því að það skuli þurfa að vera svona dýrt að fljúga milli staða hér innanlands. Fólk myndi ferðast mikið oftar á milli ef það væri ekki svona kostnaðarsamt.
Vélin tók upp í brakandi blíðu á Ísafirði og afskaplega fallegt var um að litast. Sjórinn bylgjaðist blíðlega á haffletinum og ég horfðist í augu við tilkomumikil fjöllin er vélin klifraði hratt og örugglega upp í mót á leið sinni til höfuðborgarinnar. Annað veifið dansaði Dash 8 sem er nýjasta vélin í flota Flugfélagsins tangó við háloftavinda og smá kitl bjó um sig í maganum en það var bara til að auka skemmtunina. Dimmt og drungalegt var um að litast í henni Reykjavík. Rigningarsuddi tók á móti mér en það hafði engin áhrif á ánægjuna yfir því að hitta Andra og þórunni sem tóku á móti mér á flugvellinum. Leiðin lá beint á Landspítalann til tengdapabba en hann er frekar slappur en það mjakast þó allt í áttina held ég.
Leiðin lá síðan á veitingastaðinn Vegamót enda voru garnirnar farnar að gaula, en þar fæst dýrindis sjávarréttabaka sem er alveg sérlega góð enda rann hún ljúflega niður og allir urðu saddir og sælir eftir þessa kvöldmáltíð.
Ég kem til með að dvelja í góðu yfirlætil hjá tengdamömmu, þá get ég keyrt hana á spítalann og annað það sem hún þarf að útrétta. Fæ ég þeirrar ánægju aðnjótandi að aka um á gullmola þeirra hjóna sem er Subaru bifreið sem dekrað hefur verið við frá fyrstu tíð. Það er sko upphefð að fá að taka í þvílíkan eðalvagn og vandfundinn sá ökumaður sem treystandi er fyrir þeim gæðagrip.
Tannlæknirinn mín bíður mín með mikilli eftirvæntingu og hef ég haft spurnir af því að hann sjái fyrir sér að komast í siglingu um Karabískahafið um páskana eftir að hafa lítið upp í mig í nokkur skipti. Ég reyni bara að herða sultarólina enn frekar eftir að ég kem heim. Ef ég verð þokkalega tennt, þá er það í lagi. Ég á tíma hjá honum á morgun.
Lífið heldur þó áfram fyrir vestan þó ég hafi brugðið mér af bæ og fóru þær systur Elsa og Lilja í langan og mikinn útreiðatúr á Blesa og Tenór í dag. Þær riðu sandinn og nutu þessa að horfa inn Jökulfirði er tekið var á sprett í sólinni og góða veðrinu á þessum gæða klárum.
Jón Bjarni heldur áfram yfirreið sinni um Vestfirði á morgun en fundur er á Hólmavík annaðkvöld um löggæslumál og Drangsnesi kvöldið eftir.
Allir vilja vera vinir Valda en það er nafnið á bandinu sem hann setti saman til að spila í Kjallaranum nk. föstudagskvöld. Margir hafa haft samband við hann og vilja koma og vera með, enda er Valdi vinamargur og vinsæll. Þetta verður á endanum stórsveit, trúlega sú stæsta sem leikið hefur í Einarshúsi fyrr og síðar.
Eiki Rauði var valinn til að fara fyrir okkar hönd í Eurovision keppnina. Finnst ykkur hann ekki orðinn full gamall fyrir leðurbuxur?? Alltaf jafn hallærislegt að sjá rígfullorðið og ráðsett fólk klæða sig með þessum hætti
Man ekki eftir meiru í bili til að segja sem vit er í.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 18. febrúar 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 635895
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm