Sagnakvöld

Heyrði rétt í þessu í Sveini Kristinssyni frá Dröngum en þeir bræður eru væntanlegir hingað vestur um helgina og koma í Kjallarann á laugardagskvöldið. Þá ætlar Sveinn að segja sögur en hann þykir nokkuð snjall sögumaður. Hann hefur þann eiginleika að geta glætt sögurnar lífi og fær áheyrendur til lifa sig inn í atburðarrásina. Það þarf að sjálfsögðu ekki að taka fram að þessar lygasögur eru allar dagsannar.  Guðjón bróðir hans er einnig liðtækur sögumaður og hann kveður einnig rímur af miklum móð í góðra vina hópi. Ég veit að þetta verður æðislega skemmtilegt kvöld en það læðist þó að mér sá grunur að þessi  kvöldstund kunni að dragast á langinn, því þegar þessir piltar komast í ham þá stoppar þá ekkert. Mér heyrðist á Sveini að hugsanlega komi fleiri drungalegir Drangamenn til með að taka til máls og leggja eitthvað inn i umræðuna. Ég sé þá alveg fyrir mér þessa fornu fýra að segja krassandi draugasögur í rökkrinu. Ég vona bara að enginn verði hræddur.

Maturinn heppnaðist mjög vel hjá Lions mönnum en ég var að stússast í því í dag. Oft er þetta meira en full vinna að vesenast þetta i kringum reksturinn í Einarshúsinu. Svo þykist ég ætla að fá mér aðra vinnu með, ég veit nú ekki alveg hvernig það á að ganga upp. Ég þarf þá væntalega að byrja á því að biðja þennan þarna uppi um fleiri stundir í sólarhringinn svo dæmið geti gengið upp. Þannig að ef hann er að lesa bloggið mitt sá hái himnafaðir, þá væri gott ef hann tæki smá tilllit til þessara óska.

Ég ætla að láta þetta vera gott í bili. Ég og Gunnar Ásgeirs ætlum að fá okkur smá göngutúr á eftir til Gunnu Jóns en hún er sérlegur sendiboði friendex fatnaðar tísku fyrirtækis og er ansi lagin við að pranga inn á mig allskyns tuskum og dulum, svo ég mynnist nú ekki á allar druslurnar sem hún fær mig til að kaupa dýrum dómum. Nýr listi með flottum fötum var að koma í hús og það bráðliggur á að vera fyrstur til að panta dragtir og dress fyrir vorið.

Eitt sinn ætlaði ég og fyrrnefndar Gunnur að fara í göngutúr saman og var markmiðið að losa um nokkrar kaloríur. Eftirfarandi skilaboð sendi ég þeim þá í sms.

Eigum við Gunna, að fara að ganga. Galvaskar arka um dali og fjöll. Í seiðandi sjávarnið leitum við fanga, sjálfsagt við hittum þar álfa og tröll. Nú hlusta ég hvorki á rex eða pex. Hittumst við Kjallarann klukkan sex.

Ekki gleyma sagnakvöldinu á laugardagskvöldið.

Heyrumst


Bloggfærslur 14. febrúar 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 635895

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband