12.2.2007 | 19:40
Jarðgöng um Óshlíð
Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson kynnti nýja samgönguáætlun á fundi í dag sem haldinn var í húsnæði Vegagerðarinnar á Ísafirði. Þar leggur hann til að jarðgöng verði lögð milli Bolungarvíkur og Hnífsdals sem komi út á Skarfaskeri. Það var einmitt sú leið sem mér hugnaðist best og er ég því hæst ánægð með þessa niðurstöðu. Gert er ráð fyrir að þessum gangnaframkvæmdum verði lokið árið 2010. Ég efaðist reyndar aldrei eitt augnablik um það að farsæl lausn myndi finnast á þessum samgangnamálum hér á milli byggðarlaga og held að fáir geri sér grein fyrir þvi hversu gríðarleg áhrif þetta á eftir að hafa á framtíð byggðar hér í Bolungarvík. Ég fer aldrei ofan af því að ákvörðun um að ráðast í jarðgangnaframkvæmdir á Óshlíð hafi verið tekin að hluta til í Kjallaranum í Einarhúsi eftir að þingflokkur sjálfstæðismanna kom þangað í morgunkaffi einn haustmorgunn árið 2005 og naut góðra veitinga. Mér er enn í fersku minni hvernig mönnum varð við ræðu Elíasar Jónatanssonar er hann fór yfir þær ógnir sem stafa af Óshlíðinni og við hvaða aðstæður við höfum þurft að búa. Sem sagt ég er ánægð með mína menn með Samgönguráðherra í broddi fylkingar.
Þegar ég keyrði Óshlíðina heim eftir fyrrnefndan kynningarfund var ég vör við að Búðarhyrna brosti út í annað, Arafjallið blikkaði mig og Óshyrnan var glaðhlakkaleg að sjá og gjóaði augunum blíðlega til mín í tilefni þessa merkis dags en Óshlíðin liggur utan í þessum þremur fjöllum. Oft hafa þessi fjöll mótmælt umferð um þennan Óshlíðarveg og látið óánægju sína í ljós með grjóthruni eða snjóflóðum og þá höfum við óþyrmilega verið minnt á hversu óvarin við erum er náttúruöflin taka völdin.
Annars þá er bóndinn á yfirreið um kjálkann ásamt lögreglustjóra og fleira skylduliði að kynna nýja skipan löggæslumála í fjórðungnum svo ég verð gift einstæð móðir eitthvað fram í vikuna. Stelpurnar mínar lasnar heima en ég vona að ég sleppi við flensur og annan óáran.
Hópur kemur í trakteringar í Einarshús á morgun svo ég þarf að stússast í kringum það. Lion fundur á miðvikudag og þá vilja karlarnir mínir eitthvað gott að borða. Eilíf vandræði eru með kútmagana en trúlega endar það með því að Kútmagakvöldið verður föstudagskvöldið 23. febrúar með stórsveit og sveiflu. Þorrablótið svo kvöldið eftir auk þess sem Sjálfstæðismenn funda og einn hópur kemur í súpu á sunndudaginn 25. febrúar. Ég verð örugglega lögð inn á Reykjalund á mánudagsmorguninn 26. febrúar með viðkomu á Kleppi þar sem ég verð væntanlega reyrð niður í spennitreyju í hljóðeinangruðum klefa eftir annir þessarar helgar.
Tannlæknirinn minn er orðinn blankur, greyið svo ég held til höfuðborgarinnar á sunnudag í tannaðgerðir og fleira skemmtilegt því tengdu. Kíki örugglega í Zik Zak og skoða af mikilli gaumgæfni nýjustu tísku. Ætli ég hói ekki skólasystrunum saman. Við hittumst ekki alls fyrir löngu og mikið var það gaman. Mér þótti þær hafa elst svoldið blessaðar, þær voru orðnar frekar fyrirgengilegar og báru aldurinn misvel, það er annað en ég, unglambið sem breytist aldrei og heldur sér svo vel.
Læt þetta duga í bili
Til lukku með göngin
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 12. febrúar 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 635895
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm