11.2.2007 | 22:11
Södd og sæl
Nú er ég södd og sæl eftir velheppnaðan kvöldverð með góðum gestum innar fjölskyldunnar í tilefni afmælis Elsu. Fjör var í afmælisveislunni sem hún hélt fyrir félaga sína í gærkvöldi og fékk afmælisbarnið margar góðar gjafir sem eru án efa mjög nýtilegar.
Ég ætla að skella mér á þorrablót í Holti á næsta föstudag en það er orðið ansi langt síðan ég hef farið þangað á blót. Ég var tíður gestur í Önundarfirði þegar Halla Signý bjó á Kirkjubóli í Bjarnadal svo ég þekki þar örlítið til.
Ég get þó ekki látið hjá líða að nefna þær reglur sem viðhafðar eru á þessu blóti og koma mér mjög spánskt fyrir sjónir. Þar sem ég er formaður næstu þorrablótsnefndar í Bolungarvík tel ég það skyldu mína að hafa miklar skoðanir á þessum óréttmætu reglum sem þar eru hafðar í hávegum.
Á þetta þorrablót mæta bara boðsgestir!!! Þvílíkar reglur. Þeir sem ekki þekkja neinn í skemmtinefndinni eiga sem sé engan séns á að fá að mæta.
Tökum dæmi:
1. Stormur Styr er nýfluttur til Flateyrar og er vinalaus og enginn vill virða hann viðlits. Honum langar að komast á samkomur í sveitinni og kynnast fólkinu betur, en enginn bíður honum til blóts. Hann verður að sitja heima með tárin í augunum og ákveður í framhaldinu að flytja aftur heim til Eskifjarðar.
2. Magnfríður frá Merkigili býr á elliheimilinu á Flateyri og er í hjólastól. Hún vildi svo gjarnan fara á blótið og hitta sveitunga sína og eiga með þeim góða kvöldstund en enginn úr skemmtinefndinni hefur haft tíma til að heimsækja hana á elliheimilið til að bjóða henni, svo hún verður að sætta sig við það eitt árið enn að sitja heima. Hún er orðin 96 ára gömul og er orðin úrkula vonar að fá að hitta fólkið sitt áður en hún kveður þessa jarðvist.
3. Friðrik Freðýsa er fjósamaður í Hólakoti í Dýrafirði og hefur lengi haft hug á stúlku í næsta firði. Eina skemmtunin sem hún sækir er þorrablótið í Holti svo það er eina tækifæri Friðriks til að hitta hana og gera hosur sínar grænar fyrir henni. Honum er ekki boðið enda segja sögur að það sé ekki algengt að boðið sé út fyrir sveitina. Hans framtíð er því ráðin og hann verður ólofaður og barnlaus það sem eftir er.
Blótum þó ekki blótinu í Holti. Ég ætla að mæta með góða skapið og skemmta mér hið besta.
Mér er nefnilega boðið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 11. febrúar 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 635895
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm