1.2.2007 | 22:19
Andleysi
Óskaplega get ég verið andlaus stundum. Ég hef setið dágóða stund við tölvuna og rembst eins og rjúpan við staurinn við að upphugsa eitthvað viturlegt til að segja ykkur, en heilasellurnar virðast bara ekkert virka. Það er væntanlega vegna þess að nú er ég í óða önn að klára bókhaldsvinnuna fyrir virðisaukaskattsskilin á mánudag og það hreinlega þurrkar upp í mér heilann. Ég get ekki neitað því að mér er ekki mjög skemmt yfir þessari vinnu en ég er alltaf að reyna að vera jákvæð og líta björtum augum á tilveruna og verð að trúa því að þetta hafist í tíma.
Það að geta haft jákvæðni í farteskinu gerir lífið svo leikandi létt og allir vegir verða svo greiðfærir, hvernig sem viðrar. En til að geta verið jákvæður þarf maður vera í góðu jafnvægi og eiga ró innra með sér. Þegar ógnarmáttur áfengis nær tökum á fólki glatast þessi innri ró og reiði og pirringur nær tökum á sálinni sem gerir það að verkum að fólk breytist. Lífið leiddi mig inn á þessa braut og þau spor sem ég steig með Bakkus mér við hlið voru óheillaspor, en samt reynsla sem ég bý að alla ævi. Öll reynsla sem við öðlumst, hvort sem hún er góð eða slæm, gerir okkur að þeim manneskjum sem við erum. Þetta er ekki flóknara en það. Það vill til að ég er enn jafn hrekkjótt, óþekk og stríðin og nýti hvert tækifæri til að slá um mig með hæfilega klúrum aulabröndurum sem yfirleitt engin hefur gaman af. Ég tel það mikinn kost í fari fólks að hafa góðan húmor og ég hef þá trú að hláturinn lengi lífið.
Ég hafði það af að skrifa grein um væntanlegt íbúaþing sem send var fréttablaðinu í dag. Hún birtist einhvern næstu daga í blaðinu. Það virðist hvergi vera friður vera fyrir málæðinu í mér.
Nú ætla ég að viðra mig örlítið fyrir svefninn. Ætli ég taki ekki á mig rögg og labbi til hennar Gunnu Jóns vinkonu minnar á Holtunum. Hún þykist vera að flytja í burtu í vor. Ég ætla að reyna að snúa ofan af henni og leiða henni fyrir sjónir hversu yndislegt er að búa hérna og að suður sé ekkert að sækja.
Læt þetta duga í bili enda dauðþreytt eftir daginn.
Heyrumst
Dægurmál | Breytt 2.2.2007 kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 1. febrúar 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 635895
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm