Barnapían og barnið

Bjarni og égTroðfullt var í Kjallaranum í nótt sem leið og þar kom saman æska Bolungarvíkur. Það var fallegur hópur samankominn sem við megum vera stolt af. Biggi Olgeirs hélt uppi þrumustuði ásamt sínu skylduliði og það var einstaklega gaman. Mikið var að gera og tíminn leið hratt og áður en varði var löngu komin háttatími fyrir ráðsetta Verta. Strákurinn sem eitt sinn var svo lítill og ég gætti eins og sjáaldur auga minna, er ég sinnti barnapíustarfi sem stelpa, mætti alla leið frá Noregi þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin ár. Hann var orðin svo ógnarstór og náði alveg upp í rjáfur eins og sjá má á myndinni hér til hliðar og ég virtist ógnarsmá við hlið hans. Bjarna Heiðari hefur farnast vel og ég tel það að stórum hluta mér að þakka og þeim tíma sem ég kom að uppeldi hans og leiddi hann áfram til visku og þroska.

Hrikalega mikið fjör var þangað til einhverjir fór að hnoðast og hristast, nuddast og níðast, kalla og hrópa og brjóta og bramla. Allt virtist þó ætla að sleppa fyrir horn þangað til afar merkisgripur, forláta kompás,  úr Hafrúnu ís, sem strandaði við Stigahlíð og var í eigu Einars Guðfinnssonar, fór á hliðina. Vertinn greip um höfuðið og ákallaði skapara sinn og guð sinn því margir munir Einarshúss eru ómetanlegir og óbætanlegir og hafa þeir sem betur fer fengið að vera í friði til þessa. Vonandi verður þó hægt að laga gripinn. Hugmyndir hafa komið upp að annað hvort setja kompásinn í keðju eða gestina sem urðu valdir að óhappinu og mun ég íhuga það um jólin á hvern veginn það verður.

Skemmst er frá því að segja að Vertinn setti í brýrnar þegar atburðarrásin var komin í þennan farveg og breyttist í Grýlu um tíma. Leppalúði veitti henni innblástur ásamt Leiðindaskjóðu og jólakettinum og sópaði hún öllum gestunum út með vendi enda var kominn morgun og tími fyrir alla til að fara heim að sofa.


Bloggfærslur 23. desember 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband