Ólína Þorvarðar og Helga Vala lesa

Baldur les og Elín borðar brauðEnn á ný var boðið upp á upplestur úr bókum sem út koma fyrir jólin í Einarshúsi. Baldur Smári og Elín mættu galvösk í kjúklingasúpu í hádeginu í dag og einstaklega gaman var að hlýða á lesturinn. Stundin var eitthvað svo notaleg. Baldur las úr bók Einars Más sem ber heitið Rimlar hugans og fjallar ma. um áfengisneyslu rithöfundarins og ferðina inn á Vog. Hann lýsir ástandi álkóhólista svo einstaklega vel og flestir þeir sem hafa átt við áfengis vandamál að strýða finna sig í hverju orði og hverri setningu. Oft hef ég velt fyrir mér þeim einkennum alkóhólisma að kenna alltaf einhverjum öðrum um eigin ófarir og sjá ekki bjálkann í eigin auga fyrir flísinni í auga náungans. Sumir hugsa reyndar þannig þótt þeir bragði sjaldan eða aldrei áfengi og sökkva sér dýpra og dýpra ofan í eigin vorkunnsemi og ólund yfir því hvað allir aðrir en þeir sjálfir eru ómögulegir. Þeir hinir sömu ættu kannski að líta í eigin barm af og til, það myndi án efa létta þeim lífið.

Ólína Þorvarðar og Helga Vala lesa í hádeginu á morgun, föstudag. Þá verður gúllassúpa á boðstólnum og vonandi getum við átt saman notalega stund. Vonandi blæs Kári kuldaboli ekki með sama offorsi og hann gerði í nótt. Vertinn í Víkinni var ræst út kl. 6 í morgun vegna þess að gluggi í Einarshúsi hafði fokið upp og fleira lauslegt var að fjúka. Vökul augu Bolvíkinga vaka yfir þessu merka húsi og passa að ekkert ill hendi það eða skaði.

Ég fæ þó vonandi að sofa á mínu græna eyra í nótt þvi húsbóndinn rennur brátt í hlað frá Reykjavík með soninn og tengdadótturina meðferðis. Gott verður að fá hópinn minn í öruggt skjól heim í heiðardalinn þegar vindur blæs og sjórinn er úfinn.

Mikið hlakka ég til þess þegar ég hef alla mína hjá mér ..........þá eru jólin.


Bloggfærslur 13. desember 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband