Upplestur úr jólabókaflóðinu

Nú verður bryddað upp á þeirri nýung að fá valinkunna andans menn til að mæta í hádeginu í Einarshúsið til að lesa upp úr jólabókunum í bland við kveðskap og rímur af flestu tagi. Halda þarf menningu staðarins á lofti og er þetta að mati Vertsins í Víkinni góð leið til þess að fá fólk til að koma saman og njóta þess að vera til. Ilmandi súpa mun að sjálfsögðu vera á boðstólnum að vanda og ekkert sparað í hráefni og öðrum kostnaði sem fylgir því að búa til súpu af bestu gerð.

Grímur Bæjarstjóri og Lýður læknir munu mæta galvaskir á morgun, miðvikudag og upphefja raust sína. Baldur Smári og Elín Jónsdóttir eru miklir bókaormar og ætla að leyfa okkur hinum að njóta upplestrar á fimmtudaginn í hádeginu. Helga Vala og Ólína Þorvarðar koma síðan á föstudag og þá munu lognið blása blíðlega að vestan því Ólína ætlar að lesa upp úr ljóðabók sinni sem ber heitið Vestanvindar.

Tel ég þó tryggara að hafa það í huga ef menn eru heilsulausir og veikir fyrir hjarta að mæta frekar á morgun því þá verður læknirinn til taks til að grípa inn í ef hlustendur fara að finna fyrir krankleika. Lýður er víst snöggur að bregða fyrir sig allskyns lækningamætti og handayfirlagningu og mun án efa leggja menn í læsta hliðarlegu ef á þarf að halda. Vertinn í Víkinni firrar sig þó allri ábyrgð á læknamistökum af öllu tagi sem kunna að koma upp og lætur sér í léttu rúmi liggja hverskyns óheppileg sjúkdómstilfelli sem geta komið upp í framhaldinu.


Bloggfærslur 11. desember 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband